Hin nýja einlægni – DV

Hún segir það vera spennandi hóp skálda sem muni stíga á svið í Mengi. „Það verður gaman að heyra þau öll saman, þá getur maður skoðað hvort það sé einhver stefna í gangi sem tengir okkur. Því þetta eru samtíðarverk algjörlega.“ Hún segir að þegar maður lifi í hringiðu senunnar sé erfitt greina hvaða hugmynda- eða tískustraumar eru ríkjandi meðal þessarar kynslóðar skálda. „Mér fannst kaldhæðnin svolítið einkennandi fyrir Nýhil-kynslóðina en ég held að við séum klárlega komin frá því og það er einhver einlægni í gangi. Það er það eina sem ég hef skynjað sem tengir okkur, en það er ekki bara í ljóðlist heldur líka í bókmenntum og allri list þessa dagana.“

via Hin nýja einlægni – DV.