Jón Kalman orðaður við Nóbelsverðlaun | RÚV

Samkvæmt frétt í ítalska blaðinu Cronache del Garantista eftir ítalska blaðamanninn Paolo di Paolo hefur nafn Jóns Kalmans Stefánssonar verið nefnt í tengslum við Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.

Þríleikur Jóns Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins hefur verið þýddur á ítölsku og vakið athygli fyrir skarpa afhjúpun á mannlegu eðli.

via Jón Kalman orðaður við Nóbelsverðlaun | RÚV.