Furður í Reykjavík – Hvað eru furðusögur? – Bókmenntaborgin

Hver er munurinn á háfantasíu, lágfantasíu og borgarfantasíu? Hvað er gufupönk? En hamfarasaga? Emil Hjörvar Petersen, rithöfundur og bókmenntafræðingur, fjallar um furðusögur frá ýmsum sjónarhornum, fræðir okkur um greinar og undirgreinar þeirra, erlendar jafnt sem íslenskar. Hann ræðir tungutak íslenskunnar í furðusögum og möguleikana sem furðan hefur hér á landi.

Fyrirlesturinn er sá fyrsti af þremur í verkefninu Furður í Reykjavík.

Borgarbókasafn, Tryggvagötu 15 kl. 20

via Furður í Reykjavík – Hvað eru furðusögur? – Bókmenntaborgin.