RIFF á Ísafirði

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF sem haldin er ár hvert í Reykjavík mun teygja anga sína í Ísafjarðarbíó á næstu dögum. RIFF býður upp á það ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð og í ellefu daga á ári geta gestir hátíðarinnar horft á framsæknar kvikmyndir. Aðstandendur RIFF trúa því að bíó geti breytt heiminum og heimildamyndir skipa sífellt stærri sess á hátíðinni sem og leiknar myndir sem láta sig sérstaklega varða mannréttindi, lífsgæði og umhverfismál. RIFF er óháð kvikmyndahátíð sem reynir að sýna framleiðslu liðins árs, frumsýna nýjustur myndirnar og gera íslenskri stuttmyndagerð hátt undir höfði.

via BB.is – Frétt.