Einar Örn: „Ég sakna ekki geisladisksins“

Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður, sem fenginn var upp á svið úr áhorfendasal um miðjan fund, sagðist hinsvegar vera mjög hrifinn af síðum á borð við Spotify og nýjum tækifærum sem netvæðing tónlistar bjóði upp á.

„Ég sakna ekki geisladisksins,“ sagði Einar Örn. „Ég elska Spotify. Ég er með það í rassvasanum og ég get spilað fyrir ykkur Ghostdigital hvenær sem er. Ég fæ kannski bara 0,006 sent fyrir en fjandakornið, ég fæ það. Og ég fæ það oft,“ sagði fyrrverandi Sykurmolinn og uppskar hlátur viðstaddra.

Þá taldi Einar upp nokkra þá möguleika netsins sem tónlistarmenn geta nú nýtt sér til að afla tekna á annan hátt.

via Vísir – Rætt um fjármál í íslenskri tónlist: „Ég sakna ekki geisladisksins“.