Í onálag hefur myndin verið sett á ólöglegar vefsíður þar sem henni hefur verið dreift af mikilli rausn ókeypis. Það byrjaði strax vikuna eftir að hún kom út á geisladiskum (DVD). Á sama tíma var hægt að leigja myndina hjá bæði Skjánum og Vodafone fyrir nokkra hundraðkalla, en samt sáu nokkur þúsund manns sér hag í að hlaða henni niður ólöglega.
Nú eru við völd stjórnmálaöfl sem almennt gera eignarréttinum hátt undir höfði. Á því er þessi eina undantekning: það má stela kvikmyndum og tónlist. Er nú ekki kominn tími til að gera eitthvað í þessu? Öll viljum við frelsi til sem flestra hluta, en hingað til höfum við ekki samþykkt frelsi til lögbrota.