Ég var haltur einn dag í ágústmánuði og komst að því að ég hafði þróað með
mér ofnæmi fyrir tunglskininu, ég prófaði allskyns smyrsl til að sporna við
þessari veilu en ekkert hreif. Þetta voru erfiðir tímar var mér sagt, en
raunar man ég voðalega lítið eftir þeim. Það er líklega það besta við
minnið; hversu miklu við gleymum.
Núorðið fer ég aldrei út á nóttunni nema að það sé skýjað, þannig má segja
að óveðurský fylgi mér hvert sem ég fer.