Edward R. Rainford: Henry IV, Part 1

Funny ‘cause it’s old

Atburðarás
Árið er 1403. Hinrik Plantagenet er búinn að komast að því að hásæti eru svolítið eins og piparkökur, þau eru ekki sérlega væn þeim sem hafa stolið þeim. Hann á slatta af óvinum, og er auk þess farinn að sjá óvini í vinum sínum, þeim sem hjálpuðu honum til valda á sínum tíma. Snemma leikrits ofbýður nokkrum þeirra og þeir ákveða að steypa valdaræningjanum af stóli. Þar fer fremstur í flokki ungur og vígfimur ofláti, Henry „Hotspur“ Percy, en aðrir í innsta koppi eru faðir hans og bróðir, sem og velski höfðinginn Glendower og tengdasonur hans, sem sjálfur getur reyndar gert kröfu til krúnunnar sem afkomandi Játvarðs þriðja.
Þá er fjölskyldulíf konungs líka í uppnámi. Krónprinsinn Henry „Hal“ heldur til á knæpum og hóruhúsum í félagsskap drykkjusvola og þjóðvegaræningja, er eiginlega einn slíkur sjálfur. Hann lætur samt renna af sér þegar kallið kemur um yfirvofandi borgarastríð, munstrar ræningjaforingjann Falstaff sem liðsforingja, fer óvænt á kostum í orrustu gegn uppreisnarseggjunum (sem reyndar eru í upplausn vegna veikinda sumra og skróps annarra) og drepur oflátann. Falstaff eignar sér heiðurinn. Er svo kyrrt um hríð.

Það má vel halda því fram að fyrra leikrit Shakespeares um raunir Hinriks fjórða, bæði fjölskylduvandamál og hefðbundnar valdaræningjaklípur, sé frægasta og virtasta verk skáldsins sem aldrei hefur ratað á íslenskt leiksvið. Ég sé það nú ekkert breytast, fyrr en í fyrsta lagi þegar Ólafur Darri nær Falstaff-aldri eftir svona tíu ár.

Reyndar sé ég það alls ekki breytast. Þrátt fyrir óumdeilanlega snilld í persónusköpun og verulega djúsí dramatíska meðferð efnisins þá er þetta einfaldlega of fjarlægt okkur. Og það sem öllu meira máli skiptir: of njörvað í raunveruleika og sögulegar staðreyndir sem snerta okkur of lítið. Þrátt fyrir hvað hugleiðingar verksins um eðli valds, pólitískan refskap, hugrekki og ímynd eru sammannlegar, bitastæðar og spennandi.

Falstaff er stórkostlegur karakter og við skynjum bæði goðsagnakennda stærð hans, margflata persónsköpunina og heillandi natúralískar ræturnar. En er fyndnin fyndin? Vekur þessi sextándualdar kaffistofu-óskammfeilni og heitapottsmælska í alvöru hlátur í dag? Varla, frekar er það trúlega afleiddur hlátur, knúinn af gleðinni yfir léttri innsýn inn í horfinn heim og smá stolti yfir að vera nógu vel að sér og máli farinn til að fylgja þeim feita eftir.

Eins og flest í gamanmálum Shakespeares vekur Falstaff meira gleði en hlátur. Svo er auðvitað, eins og um flesta stórkaraktera Shakespeares, stórt túlkunarsvigrúm, m.a. í móralskri afstöðu til athafnasemi hans og stöðu í heimi sem hver túlkandi þarf einnig að horfa gagnrýnið á. Eða ekki.

Eitt sem ætti að hvetja til íslenskrar uppfærslu á Falstaff-leikritunum er hvað Helgi Hálfdanarson er góður í að flytja alþýðlegt blaður og vísanir verkanna í hversdagslíf yfir á safaríka íslensku. Ekki síst formælingar:

PRINCE HENRY

I’ll be no longer guilty of this sin; this sanguine coward, this bed-presser, this horseback-breaker, this huge hill of flesh,–

FALSTAFF

‘Sblood, you starveling, you elf-skin, you dried neat’s tongue, you bull’s pizzle, you stock-fish! O

for breath to utter what is like thee! you tailor’s-yard, you sheath, you bowcase; you vile standing-tuck,–

2.4.235–241

Þetta verður hjá Helga:

HINRIK

Ég vil ekki lengur vera sekur um þessa synd; þessi blóðríka bleyða, þessi beðfergill, þessi hrossahryggbrjótur, þetta heljar kjötfjall, –

FALSTAFF

Æ sveiattan, þín horgrind, roðskjóða, skorpna nautstunga, bolasin, harðfiskur! Hefði ég bara loft í lungunum til að segja hverju þú líkist! Þinn skraddarakvarði, slíður, bogahylki, þinn vesaldar-prjónn, – 

Frekar gott. Og nú sameinumst við öll um að gera „beðfergill“ að almennu skammaryrði áður en líkamsvirðingar- og fituskömmunarfólkið bannar það.

Nú hefur Falstaff fengið að „dómínera“ fyrsta hluta þessarar ritgerðar. Lengst af sýningarsögunnar hefur það verið þannig, og er oft enn. Henry IV part 1 er leikrit Falstaffs. En á tuttugustu öld er orðið algengara að þetta sé verkið um Prince Hal. Yfirskriftin í Folio-útgáfunni bendir reyndar til að þetta sé verkið um garpinn Henry „Hotspur“ Percy.

Allir virðast sammála um að þetta sé allavega ekki leikritið um Hinrik fjórða. Sem er ágætt. Hann er verulega leiðinlegur eins og Shakespeare teiknar hann. Aðallega talar hann fáránlega flókið mál – og langt – greinilega viljandi. Enda maður með afleitan málstað og veit af því.

Skoðum til dæmis upphafsræðuna:

So shaken as we are, so wan with care,
Find we a time for frighted peace to pant,
And breathe short-winded accents of new broils
To be commenced in strands afar remote.
No more the thirsty entrance of this soil
Shall daub her lips with her own children’s blood;
Nor more shall trenching war channel her fields,
Nor bruise her flowerets with the armed hoofs
Of hostile paces: those opposed eyes,
Which, like the meteors of a troubled heaven,
All of one nature, of one substance bred,
Did lately meet in the intestine shock
And furious close of civil butchery
Shall now, in mutual well-beseeming ranks,
March all one way and be no more opposed
Against acquaintance, kindred and allies:
The edge of war, like an ill-sheathed knife,
No more shall cut his master. 

1.1.1–18

Semsagt: Hér er hann mættur, valdaræninginn sem skapaði allar illdeilurnar sem hann vill núna að fólk leggi af og „horfi fram á við“. „March all one way“. Þennan gaur höfum við séð í sjónvarpinu, ekki satt?

Almennt má kannski segja: Af söguleikjum Shakspeares er þetta þroskaðasta verkið, skarpasta og flóknasta skoðunin á realpólitík. Það leysir hinsvegar ekki til fullnustu þann vanda að realpólitík er frekar leiðinleg.

Hvergi í söguleikritunum eru jafn margir uppteknir af almenningsálitinu. Hvernig það sem þeir segja og gera „kemur út“. Flestir eru hreinlega uppteknir af því að sýnast. Það eru náttúrulega ekki nema þrjú ár þangað til Shakespeare skrifar sína stóru úttekt á árekstrum sýndar og reyndar og lætur sína frægustu hetju staðhæfa „I know not „seems““, og fara svo í nokkuð umfangsmikla blekkingarherferð til að engan gruni hvað hann er að hugsa.

En hér eru allir að spá í ímynd sína. Frægasta dæmið er þessi einræða krónprinsins eftir fyrstu fylleríissenuna með Falstaff:

I know you all, and will awhile uphold
The unyoked humour of your idleness:
Yet herein will I imitate the sun,
Who doth permit the base contagious clouds
To smother up his beauty from the world,
That, when he please again to be himself,
Being wanted, he may be more wonder’d at,
By breaking through the foul and ugly mists
Of vapours that did seem to strangle him.
If all the year were playing holidays,
To sport would be as tedious as to work;
But when they seldom come, they wish’d for come,
And nothing pleaseth but rare accidents.
So, when this loose behavior I throw off
And pay the debt I never promised,
By how much better than my word I am,
By so much shall I falsify men’s hopes;
And like bright metal on a sullen ground,
My reformation, glittering o’er my fault,
Shall show more goodly and attract more eyes
Than that which hath no foil to set it off.
I’ll so offend, to make offence a skill;
Redeeming time when men think least I will.

1.2.185–207

Er prinsinn einlægur í þessu? Er hann að ljúga að okkur? Er hann að ljúga að sjálfum sér? Eða er hann kannski bara svona útsmoginn kalkúlator? Þarna er nú aldeilis túlkunarsvigrúm. Sérstaklega á hinum síðari öldum, og utan Bretlands, þar sem þjóðhetjustatus Hinriks fimmta skiptir engu máli, eða er allavega til grimmrar endurskoðunar.
Hinrik prins er klárlega alveg trúandi til að vera að manipúlera almenningsálitið. Faðir hans er (að eigin áliti) meistari í því  sama. Merkilegt samt að hann aðhyllist nánast þveröfuga leið við soninn til að gera sig stórkostlegan í hugum þegna sinna:

Had I so lavish of my presence been,
So common-hackney’d in the eyes of men,
So stale and cheap to vulgar company,
Opinion, that did help me to the crown,
Had still kept loyal to possession
And left me in reputeless banishment,
A fellow of no mark nor likelihood.
By being seldom seen, I could not stir
But like a comet I was wonder’d at;
That men would tell their children ‘This is he;’
Others would say ‘Where, which is Bolingbroke?’
And then I stole all courtesy from heaven,
And dress’d myself in such humility
That I did pluck allegiance from men’s hearts,
Loud shouts and salutations from their mouths,
Even in the presence of the crowned king.
Thus did I keep my person fresh and new;
My presence, like a robe pontifical,
Ne’er seen but wonder’d at: and so my state,
Seldom but sumptuous, showed like a feast
And won by rareness such solemnity.
The skipping king, he ambled up and down
With shallow jesters and rash bavin wits,
Soon kindled and soon burnt; carded his state,
Mingled his royalty with capering fools,
Had his great name profaned with their scorns
And gave his countenance, against his name,
To laugh at gibing boys and stand the push
Of every beardless vain comparative,
Grew a companion to the common streets,
Enfeoff’d himself to popularity;
That, being daily swallow’d by men’s eyes,
They surfeited with honey and began
To loathe the taste of sweetness, whereof a little
More than a little is by much too much.
So when he had occasion to be seen,
He was but as the cuckoo is in June,
Heard, not regarded; seen, but with such eyes
As, sick and blunted with community,
Afford no extraordinary gaze,
Such as is bent on sun-like majesty
When it shines seldom in admiring eyes;
But rather drowzed and hung their eyelids down,
Slept in his face and render’d such aspect
As cloudy men use to their adversaries,
Being with his presence glutted, gorged and full.
And in that very line, Harry, standest thou;
For thou has lost thy princely privilege
With vile participation: not an eye
But is a-weary of thy common sight,
Save mine, which hath desired to see thee more;
Which now doth that I would not have it do,
Make blind itself with foolish tenderness.

3.2.39–91

Já, og mikið rosalega er hann langorður og skrúðmælskur, kallinn! Afsakið það. En kenningin er ekki síður solid en PR-strategía sonarins. Og eigum við ekki að þakka fyrir „The skipping king“ sem lýsingu á Ríkarði öðrum?

Þeir feðgar eru langt í frá þeir einu sem hafa áhyggjur af almenningsálitinu í þessu leikriti. Hér spáir einn uppreisnarmannanna, jarlinn af Worcester, í hvernig það mun fara í pupulinn að einn af leiðtogum þeirra hefur meldað sig veikan fyrir lokaorrustuna:

It will be thought
By some, that know not why he is away,
That wisdom, loyalty and mere dislike
Of our proceedings kept the earl from hence:
And think how such an apprehension
May turn the tide of fearful faction
And breed a kind of question in our cause;
For well you know we of the offering side
Must keep aloof from strict arbitrement,
And stop all sight-holes, every loop from whence
The eye of reason may pry in upon us:
This absence of your father’s draws a curtain,
That shows the ignorant a kind of fear
Before not dreamt of.

4.1.61–73

Hotspur er eina aðalpersónan sem er skítsama um hvað öðrum finnst. Eða kannski ekki: markmið hans eru bara önnur. Henry Percy reynir stöðugt að hleypa öllum samskiptum í bál og brand. Ruddalegur við konuna sína, þvermóðskur við andstæðinga og ögrandi og þreytandi gagnvart samherjum. Gagnvart velska galdrakónginum Glendower birtist Hotspur sem Vantrúarþrasari og þegar dóttir Glendowers tjáir sig í tali og tónum kemur upp í honum rasískur eintrjáningur sem fyrirlítur allt sem ekki gengur út á að drepa fólk.

Falstaff setur ekki á ræður um hvernig best er að haga sér til að njóta vinsælda. En hann er auðvitað persóna flinkastur og ósvífnastur í þeirri list að móta raunveruleikann þannig að ástin streymir til hans, jafnt frá öðrum persónum og úr sætum áhorfenda. Hann, og hans heimur, nýtist Shakespeare frábærlega til að varpa ljósi almúgans á mannlegan kostnað við hetjubrölt og klækjastjórnmál hinna háu herra. Þar kemur Falstaff sterkur (feitur) inn.

Þó atburðir sögunnar og innræti aðalpersónanna séu sóttar í heimildir nær Shakespeare að stilla þeim upp í spennandi og áhugaverð andstæðupör sem drífa dramað áfram:

  • Konungur og krónprins (feðgar)
  • Krónprins og Falstaff (fósturfeðgar)
  • Hotspur og Glendower (fjandvinir)
  • Falstaff og konungur (fósturfeður)

Og svo auðvitað hinir ungu kappar Hal og Hotspur. Um þeirra andstæður er mest meðvitund í verkinu. Bæði hjá höfundi þess og persónum, ekki síst þeim sjálfum. Þeir eru eiginlega með hvorn annan á heilanum:

HOTSPUR

And that same sword-and-buckler Prince of Wales,
But that I think his father loves him not
And would be glad he met with some mischance,
I would have him poison’d with a pot of ale.

1.3.228–231

PRINCE HENRY

I am not yet of Percy’s mind, the Hotspur of the north; he that kills me some six or seven dozen of Scots at a breakfast, washes his hands, and says to his wife ‘Fie upon this quiet life! I want work.’ ‘O my sweet Harry,’ says she, ‘how many hast thou killed to-day?’ ‘Give my roan horse a drench,’ says he; and answers ‘Some fourteen,’ an hour after; ‘a trifle, a trifle.’ 

2.4.99–106

Eitt núll fyrir Hal, myndi ég segja. Prinsinn fær næstum því of mikla forgjöf frá Shakespeare, maður finnur alveg að hér er hann með efnivið í höndunum sem engum er sama um hvernig er lýst. En nær samt að gera hann mótsagnakenndan og á köflum ógeðfelldan. Senan þar sem hann hrekkir barþjóninn, sinn allra minnsta bróður, er bara andstyggileg. Hálfu andstyggilegri fyrir það hvað hún er ófyndin. Þetta á Hinrik V líka til. Þegar enginn sér til.

Eins og búast mátti við er afstaða Michaels Bogdanovs, leikstjóra uppfærslu English Shakespeare Company frá 1989, mjög andhetjuleg (kommúnisti, sko). Hér fær Hinrik prins að vera eins krípí og kostur er. Þar hjálpar óneitanlega kríp-effektinum að Michael Pennington var 46 ára þegar sýningin var fest á myndband. Í rosknara lagi til að vera að hlaupa af sér hornin, en óneitanlega með kollvik til að þau sæjust upp á svalir. Þetta truflar upplifunina þónokkuð, þó margt sé hér með ágætum, ekki síst Barry Stanton sem Falstaff. Fer næst trúðleiknum af þeim „Fölstöffum“ sem ég hef séð, og það snarvirkar. Hér er t.d. fræg ræða hans um gildi heiðursins – eitt af lykilaugnablikum verksins, og kannski söguleikja Shakespeares. Þetta hef ég ekki séð betur gert, og þá tel ég túlkun míns uppáhaldsmanns Roger Allam með, nokkuð sem ég átti ekki von á. Ég var ekki ofandottinn yfir túlkun Simon Russell Beale í Hollow-Crown myndinni sem RÚV sýndi fyrir nokkrum árum, en Tom Hiddlestone var ef ég man rétt afbragðs-Hinrik þar.

Ég hafði ákveðið að horfa að þessu sinni ekki á BBC-sjónvarpsgerðina frá 1979. Sá hana á sínum tíma þegar RÚV sýndi slatta af þessum myndum. Stóðst svo ekki mátið þegar ég fór að skrifa þetta og kíkti á „highlights“ og þótti verulega mikið til koma. Jon Finch æðislegur kóngur, sá besti sem ég hef séð, síst verri en Jeremy Irons í Hollow Crown-gerðinni. Og svo Anthony Quayle sem Falstaff. Heiðursræðan er fjári flott, og einlægur stríðsótti í samskiptunum við fóstursoninn á undan. (Ég reyndi að setja hana á Youtube en BBC er á vaktinni og tók myndbandið niður á núlleinni. Þið verðið bara að fara á bókasafnið) Ætli ég horfi ekki á Part 2 í heild sinni úr þessu safni þegar þar að kemur.

Rétt að taka fram að ég er ekki búinn að sjá Chimes at Midnight, sem margir telja bestu Shakespeare-kvikmyndun sögunnar. Á stefnumót við tæpkastaðan Orson Welles þegar ég er búinn að lesa seinna leikritið.

Ég var búinn að treina mér að horfa á nýlega uppfærslu Gregory Doran fyrir Royal Shakespeare Company með Anthony Sher í fitugallanum. Hún olli eilitlum vonbrigðum. Voða „slick“, skýr og fagurlega hönnuð í dýrðlegu Swan-leikhúsinu í Stratford. En dálítið afstöðulaus. Snyrtileg. „Seif“ Og Sher í pínu óþolandi stórleikaragír, raddbeiting og tóngangar einhæfir og þreytandi. Enginn beinlínis lélegur (auðvitað ekki) en óþægilega oft ótrúverðugar lagnir á einstökum ræðum og línum.

Og svo hlógu áhorfendur að bröndurum Falstaffs. Óþolandi. Þetta er ekki svona fyndið, krakkar. Þið eruð bara að gleðjast innra með ykkur (og láta hina snobbarana vita) að þið skiljið það sem hann er að segja. Nú eða að þykjast skilja.

Er það ekki annars?

Textinn.

Ég setti mér fyrir lesverkefni. Að lesa öll verk Shakespeares, leikrit og ljóð, nokkurnvegin í líklegri ritunartímaröð. Já og horfa á kvikmyndagerðir eða kvikmyndaðar sviðsetningar þeirra.  Langflest leikritanna hef ég lesið áður, ýmist á frummálinu eða íslensku. Mörg hef ég séð og tveimur leikstýrt. Ljóðin þekkti ég lítið sem ekkert. Síðan skrifa ég eitthvað smávegis um hvert og eitt. Greiningu, gagnrýni, ágrip af fyrri reynslu minni af verkinu. Svona nokkurnvegin hvað sem mér dettur í hug út frá lestrinum. Starafugl birtir þessar ritsmíðar á föstudögum, meðan verk endast.