endalok


sveima milli þess

að vilja hverfa
éta afganga
á stjörnutorgi
rétt svo til að tóra

sofna í yfirgefnu

horfa á stjörnurnar hrapa
eina af annarri

og að vilja
grípa hvert einasta tækifæri
hvern síðasta séns
og geta sagt

ég heimsótti parís
prag
og látrabjarg

ég synti í tjörninni
skaut ljónsunga í höfuðið
og át mann og annan
skaut mér upp til tunglsins
tuggði kókalauf
af ökrunum

geta sagt

þarna var ég
meðan þarna var

yfirleitt