Væmni, klisjur og taktföst stýring | REYKVÉLIN

Dansverkið Meadows segir sköpunar- og lífsferilssögu sem mér finnst ég hafa oft séð áður. Það hefst með veru sem rís óburðugum fótum upp af jörðinni og stígur sín fyrstu, klaufalegu skref og svo framvegis allt þar til yfir lýkur og verurnar skríða að leiðarlokum. Ég gat ekki að því gert að hugsa til Fantasíu Disneys með sínum dansandi blómálfum og deyjandi risaeðlum, en Meadows virtist stundum eins og mislukkað bergmál af því liðlega 70 ára gamla meistaraverki. Það ríkti í verki Gerkes einhver andi úrkynjunar sem í bland við klisjukennd efnistökin varð hreinlega of yfirþyrmandi. Þrátt fyrir að eiga sterk augnablik, til dæmis áhrifaríka senu sem gerist á vatnsbotni, heillaði Meadows mig á heildina litið ekki.

via Væmni, klisjur og taktföst stýring | REYKVÉLIN.