Fjárfestingaáætlunin, og þar með þessi mörg hundruð milljóna hækkun, var ófjármagnað risakosningaloforð Samfylkingar og Vg. Það fyrsta sem ný ríkisstjórn þurfti að glíma við var að þetta kosningaloforð var ekki í neinu sambandi við raunveruleikann í ríkisfjármálunum, eins og skýrt hefur komið fram síðan. Það var því aldrei innistæða fyrir sjálfkrafa framlengingu á þessu og alls ekki hægt að nota slíka augljósa einsskiptisaðgerð sem eðlilegan samanburð um framlög á fjárlögum til kvikmyndasjóða til framtíðar.
Þrátt fyrir það var ákveðið að hækka framlög í kvikmyndasjóði í frumvarpi til fjárlaga 2014 miðað við það sem verið hafði í fjárlagafrumvörpum 2012 og 2013. Staðreyndin er því sú að framlög til kvikmyndasjóða í frumvarpi til fjárlaga hafa aldrei verið hærri í sögunni en á árunum 2014 og 2015.
(Framsóknarmaðurinn) Jóhannes Þór Skúlason skrifar via Traustur vinur kvikmyndagerðar | Jóhannes Þór Skúlason.