Nóbelsverðlaunaniðurtalning: William Faulkner

Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.

William Faulkner hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1949. Þetta myndband er ekki af Faulkner sjálfum en segir frá skrítnum höfundarréttardeilum þar sem dánarbú Faulkners kærði Woody Allen vegna þess að ein sögupersónan í Midnight in Paris vitnar í bók Faulkners, A Requiem for a Nun. Sögupersóna Allens, sem leikin er af Owen Wilson, segir: „The past is not dead! Actually, it’s not even past. You know who said that? Faulkner. And he was right. And I met him, too. I ran into him at a dinner party.“ – Í bók Faulkners er textinn örlítið öðruvísi: „The past is never dead. It’s not even past.“ Lögfræðingum dánarbúsins þótti mikil óhæfa að ekki skyldi koma til greiðsla vegna þessarar notkunar – en dómstólar dæmdu á endanum þeim í óvil (og sjálfsagt má reikna með að þeir hafi aldrei ætlast til að vinna málið fyrir rétti, heldur vonað að Woody Allen myndi heldur greiða þeim einhverja peninga en að fara með málið fyrir dómstóla með öllum þeim tilkostnaði sem slíku fylgir).