Unnsteinn Manuel: Finnst allt of mikið drasl í heiminum

Eins og er er aðeins hægt að streyma EP-plötunni í gegnum Soundcloud-síðu Unnsteins, en hægt verður að kaupa hana á geisladiski í nóvember. Hann segir það þó ekki skipta sig miklu máli hvort platan komi út annars staðar en í netheimum. „Númer eitt, finnst mér allt of mikið til af drasli í heiminum og númer tvö, þegar þú metur eitthvert lag eftir Elvis Presley eða Lord Pusswhip að sömu verðleikum af því að þú ert með bæði í gangi á Youtube á meðan þú ert að skoða eitthvað annað, þá er það miklu sanngjarnari samanburður.“ Sjálfur segist Unnsteinn ekki vera þjakaður af miklu plötublæti. „Mér finnst það í rauninni náttúrulegra að hlusta á tónlist svona, þar sem þú ert bara með tónlistina sjálfa. Ég hef alveg gaman af vínylplötum þegar ég er að DJ-a en vínylplötusafnið mitt er bara úti um allt. Ég er ekki með það á einum stað. Það segir kannski sitt.“

via Kynferðislegir taktar og sálartregi – DV.