Tímasprengja eftir Bjarna Bernharð Bjarnason

Út er komin Tímasprengja, úrval ljóða eftir Bjarna Bernharð Bjarnason. Bókin geymir 270 ljóð og er myndskreytt með 40 málverkum höfundar, sem er kunnur myndlistarmaður. Vel er til vandað við val á ljóðum og myndverkum og er bókin því hin eigulegasta. Bókin er 232 bls. Útgefandi er Ego útgáfan.