Míkhaíl Shíshkín spjallar um Bréfabókina

Rússneski rithöfundurinn Míkhaíl Shíshkín, höfundur skáldsögunnar Bréfabókar sem er að koma út hjá Bjarti, heimsækir Reykjavík í næstu viku. Áslaug Agnarsdóttir þýddi bókina úr rússnesku.

Þriðjudaginn 21. október bjóða Bjartur, rússneskan í Háskóla Íslands og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO lesendum að hitta skáldið. Dagskráin verður á efri hæð Sólon í Bankastræti kl. 17 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Þarna gefst færi á að hlusta á Shíshkín ræða um verk sín, spjalla við skáldið og kynnast Bréfabók hans. Bókin verður til sölu á staðnum og geta áhugasamir lesendur fengið áritun hjá höfundinum.

via Míkhaíl Shíshkín spjallar um Bréfabókina – Bókmenntaborgin.