Tilnefnd til Augustverðlaunanna 2014

Í hádeginu í dag var tilkynnt um þá sem tilnefndir eru til virtustu bókmenntaverðlauna Svía, sem kennd eru við August Strindberg. Þar á meðal eru höfundar sem birst hafa á íslensku, svo sem Steve Sem-Sandberg, höfundur Fátæklinganna í Lodz, sem kom út fyrir nokkrum árum – nú er hann tilnefndur fyrir bók sem heitir Hinir útvöldu (De utvalda) sem er líkt og fyrrnefnda bókin svokallaður nasistadoðrantur. Þá er Ida Börjel tilnefnd fyrir ljóðabókina Ma – en ljóð eftir hana hefur birst á Starafugli – og Sara Stridsberg er tilnefnd fyrir bókina Beckomberga, en Sara vann fyrir fáeinum árum Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Draumadeildin (Drömfakulteten) sem heyrðist reglulega á tímabili að væri rétt óútkomin á íslensku áður en hún bara gufaði upp.

Frekari upplýsingar hér (á sænsku):Dessa har nominerats till Augustpriset 2014 | Augustpriset.