„Þær hafa alveg komið beinar og óbeinar“ – DV

Hann viðurkennir einnig að fólk í valdastöðum hafi oft verið ósátt og jafnvel haft í hótunum við þá. „Þær hafa alveg komið beinar og óbeinar. Við höfum svo sem aldrei fengið það beint í andlitið. En við eigum eftir að segja þessa sögu frá orði til orðs innan tíðar. Með hvaða hætti, get ég ekki alveg upplýst hér og nú, en þetta er merkileg saga. Grínið er kannski skörpustu gleraugun – beittasti hnífurinn er háðið. Eins og mannkynssagan segir okkur. Við höfum fengið útrás í gegnum Spaugstofuna og reynt að koma víða við.“

via „Þær hafa alveg komið beinar og óbeinar“ – DV.