STATTU ÞIG STELPA

Smágerðir dauðar eða drep í lífi eins eða sérhvers manns - þó aldrei sýnileg sár né áþreifanleg ör.

Mánudagskvöldið 29. september opnar gjörningamyndbandið STATTU ÞIG STELPA eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur í sýningarýminu Harbinger á Freyjugötu 1, Reykjavík.
Verkið stendur yfir í þrjár nætur frá 29. september til 1. október, frá kl. 23 til 06.

STATTU ÞIG STELPA er hluti af halarófu verka eftir Snorra Pál og Steinunni Gunnlaugsdóttur, sem sameinast undir titlinum EF TIL VILL SEK og fara fram frá 20. september til 3. október.

Nánari upplýsingar um halarófuna alla:

Snorri Páll / www.wheelofwork.org
Steinunn / www.sackofstones.com

Gerð halarófunnar, EF TIL VILL SEK, var styrkt af Myndlistarsjóði.