Sýning og bókamarkaður í Safnahús á laugardaginn – Skessuhorn – fréttir af Vesturlandi

Eins og fram hefur komið verður Sauðamessa haldin í Borgarnesi á laugardaginn.  Tveir dagskrárliðir verða í Safnahúsinu við Bjarnarbraut í tilefni dagsins: Kl. 13.00 verður opnuð ný sýning í anddyri bókasafns; minningarsýning um Bjarna Helgason á Laugalandi. Áhersla er lögð á feril hans sem áhugaljósmyndara. Sýningin er sett upp í samvinnu við fjölskyldu Bjarna sem verður viðstödd opnunina. Bókamarkaður verður kl. 13.00 – 17.00 í samvinnu við Sögufélag Borgarfjarðar. Almennar bækur sem og bækur Sögufélagsins verða á kindarlegu verði í tilefni dagsins. Veitingar og konfekt og allir velkomnir segir í tilkynningu frá starfsfólki Safnahússin.

via Sýning og bókamarkaður í Safnahús á laugardaginn – Skessuhorn – fréttir af Vesturlandi.