Við erum öll skrýtin. Það er boðskapurinn. Enginn er eins og annar og þess vegna eigum við alltaf og ævinlega að sýna umburðarlyndi. Sá boðskapur er þó ekki rekinn ofan í kok á áhorfendum heldur verður hann til við umhugsun eftir á. Allur umbúnaður sýningarinnar var vel gerður, myndbönd Helenu Stefánsdóttur og Arnars Steins Friðbjarnarsonar sem bjuggu til og breyttu baksviði á augabragði voru fjölbreytt og skýr, búningar Evu Signýjar Berger vel valdir og tónlist Jónasar Sigurðssonar afar áheyrileg. Sýning fyrir öll hugsandi börn og aðstandendur þeirra.