Ljóðkvikmyndahátíðin Zebra Poetry Film Festival fór fram í Berlín nú um helgina og voru fjórar kvikmyndir verðlaunaðar La’eb Al Nard / The Dice Player í leikstjórn Nissmah Roshdy frá Egyptalandi, við ljóð eftir Mahmoud Darwish, essen – stück mit aufblick í leikstjórn Peters Böving við ljóð eftir Ernst Jandl, The Aegean or the Anus of Death í leikstjórn Eleni Gioti við ljóð eftir Jazra Khaleed og svo ljóðið hér að ofan, Pipene í leikstjórn Kristian Pedersen við ljóð eftir Øyvind Rimbereid, sem hlaut verðlaun sem kennd eru við Goethestofnunina. Ljóðkvikmyndaútgáfan Gasspedal Animert, sem framleiddi myndina í samstarfi við Gyldendal í Noregi, hefur sett hana á netið til ókeypis áhorfs. Fleiri myndir má sjá á heimasíðu Gasspedal Animert.