Kimono fjármagnar vínyl með hjálp Karolina Fund – DV.is

„Það er stórt ár framundan hjá okkur. Við ætlum að gefa út þessar plötur og nota hagnaðinn af sölunni til að fjármagna næstu plötu sem er langt komin. Við erum með okkar eigið hljóðver sem við deilum með múm og Hudson Wayne, svo við erum sjálfum okkur næg að því leytinu til. Við erum nýbúin að ráða RX Beckett, sem skrifaði áður fyrir Reykjavík Grapevine, sem umboðsmann en það er mjög nýtt fyrir okkur að hafa einhvern vinnandi fyrir okkur og haldandi vélinni gangandi allan sólarhringinn. Við höfum verið í hljómsveit í 13 ár, en það hefur verið af og á enda hafa meðlimirnir verið að gera ýmsa aðra hluti. En núna ætlum við að setja alla orkuna og reynsluna í að gera þessa hljómsveit að okkar megináherslu árið 2014 til 2015, fara á tónleikaferðalag um heiminn og gera fleiri frábærar plötur.“

Alison MacNeil úr Kimono í viðtali í DV via „Vandræðalegt þegar ég er staðin að því að hlusta á mína eigin tónlist“ – DV.