Hlýtt og satt – átján sögur af lífi og lygum eftir Davíð Stefánsson – Karolina Fund

Hlýtt og satt er langþráð bók sem hefur verið lengi í smíðum, þótt sannur skriðþungi hafi ekki farið af stað hjá mér fyrr en árið 2011. Þá settist ég niður í tvo kalda vetrarmánuði á Skriðuklaustri og tók saman hinar og þessar hugmyndir og hálftexta sem safnast höfðu upp á mörgum árum. Þar sá ég loksins skýrt hvaða þræðir lágu í gegnum textana og hvaða stefnu ég vildi taka sem höfundur annars konar texta en ljóða.   

Ég fann fjölina, eins og sagt er. 

Davíð Stefánsson fjármagnar bók á Karolina Fund via Hlýtt og satt – átján sögur af lífi og lygum eftir Davíð Stefánsson – Karolina Fund.

Kimono fjármagnar vínyl með hjálp Karolina Fund – DV.is

„Það er stórt ár framundan hjá okkur. Við ætlum að gefa út þessar plötur og nota hagnaðinn af sölunni til að fjármagna næstu plötu sem er langt komin. Við erum með okkar eigið hljóðver sem við deilum með múm og Hudson Wayne, svo við erum sjálfum okkur næg að því leytinu til. Við erum nýbúin að ráða RX Beckett, sem skrifaði áður fyrir Reykjavík Grapevine, sem umboðsmann en það er mjög nýtt fyrir okkur að hafa einhvern vinnandi fyrir okkur og haldandi vélinni gangandi allan sólarhringinn. Við höfum verið í hljómsveit í 13 ár, en það hefur verið af og á enda hafa meðlimirnir verið að gera ýmsa aðra hluti. En núna ætlum við að setja alla orkuna og reynsluna í að gera þessa hljómsveit að okkar megináherslu árið 2014 til 2015, fara á tónleikaferðalag um heiminn og gera fleiri frábærar plötur.“

Alison MacNeil úr Kimono í viðtali í DV via „Vandræðalegt þegar ég er staðin að því að hlusta á mína eigin tónlist“ – DV.

Feyktu mér stormur – Karolina Fund

„Ljóðabókin Feyktu mér stormur hefur verið lengi í vinnslu enda var handritið að mestu leyti tilbúið árið 2011. Síðan þá hefur bókin tekið smávægilegum breytingum, og framförum, eins og vín sem hefur fengið að gerjast í góðan tíma. Nú er hún loksins tilbúin til útgáfu og inniheldur ljóð af ýmsum toga, bæði trúarlegum og veraldlegum, heimspekilegum og hugsunarlausum, en öll hafa þau eitthvað til brunns að bera.“

Hörður Steingrímsson fjármagnar nýja ljóðabók sína með hjálp Karolina Fund. Frekari upplýsingar: Feyktu mér stormur – Karolina Fund.

Flæðarmálið hópfjármagnað

Flæðarmál er íslenskt bókmenntaverk átta kvenhöfunda sem leitar hópfjármögnunar í gegnum Karolina Fund. Í verkinu hefur ljóðum og smásögum verið raðað saman svo textarnir myndi sérstakt flæði ólíkra radda sem allar mætast í Flæðarmáli. Bókin er samstarf ritlistar- og ritstjórnarnema í Háskóla Íslands sem njóta leiðsagnar Sigþrúðar Gunnarsdóttur, ritstjóra Forlagsins. Hægt er að lesa ljóð […]