Trúnó

Atburðarás
Hinn ungi konungur Hinrik fimmti ákveður að leggja undir sig Frakkland sem hann telur sig eiga réttmætt tilkall til. Hann er drifinn áfram af frýjunarorðum Frakkaprins, sem hæðist að vandræðaunglingsfortíð konungsins, og af sinni eigin þörf til að sanna sig. Eftir að hafa afhjúpað svikara í innsta hring siglir herinn yfir sundið og eftir harðan bardaga er borgin Harfleur unnin. Enskir eru sigursælir en löng herferðin tekur sinn toll, veikindi og vosbúð herjar á og sumir gerast sekir um gripdeildir, þar á meðal Bardolph, gamall drykkjufélagi konungs, sem er hengdur. Úrslitaorustan er háð við Agincourt. Kvöldið fyrir hana fer Hinrik um meðal manna sinna í dulargervi, ræðir við þá, og guð, um hvað það þýðir að vera konungur, vera hermaður og hver beri ábyrgðina. Að morgni flytur hann mikla hvatningaræðu og enskir sigra ofureflið, Frakkakonungur gefst upp og Hinrik fær Katrínar Frakklandsprinsessu í kaupbæti.

Once more unto the breach, dear friends, once more;
Or close the wall up with our English dead.

Tilfinning mín fyrir leikritinu um Hinrik fimmta er byggð á margvíslegum misfyrirferðarmiklum snertingum:

Kvikmynd Laurence Olivier frá 1944 er ein fyrsta Shakespearemyndin sem ég sá, og í minningunni besta kvikmyndaaðlögun Oliviers (sem mér finnst reyndar mun mistækari en flestum).

Hrökk pínu við þegar ekki minni maður en Sir Peter Hall æsir sig yfir henni í dagbókum sínum, segist ekki þola að Olivier láti eins og leikarar Globe-leikhússins hafi verið glórulausir fúskarar og amatörar. Andskotinn! eins og mér fannst byrjunin á myndinni skemmtileg og konseptið snjallt. Myndin byrjar á sviði í Globe, en færist smám saman nær „raunsæi“ sem nær hámarki í orrustunni við Agincourt.

Kvikmynd Kenneths Branagh frá 1989, debútið hans í leikstjórastólnum, er síðan eins og hvert annað kraftaverk. Næsta lýtalaus mynd sem gerir Shakespeare að almenningsskemmtun án nokkurrar gengisfellingar. Dagbók Branaghs frá tökudögunum sem birtist í snemm-ævisögunni Beginnings er líka hin besta skemmtun.

Um langt árabil las ég Shakespeare – allavega söguleikina – með gleraugun hans Jan Kott á nefinu. Hann hefur engan áhuga á Henry V, minnist einu sinni á það í sínu höfuðriti, Shakespeare Our Contemporary, og þá með því að segja að þar sem það falli ekki að kenningum hans þá nenni hann ekki að tala um það, utan að nefna að verkið sé sem þessu nemur ómerkilegra en hin. Þetta hafði alveg áhrif á mig.

Ég er ekki viss um að ég hafi lesið Henry V áður og það kom mér svolítið í opna skjöldu hvað það er bitastætt. Það er vel hægt að halda því fram að sem rannsókn á verkefnum leiðtogans, pólitískri ábyrgð og siðferði stríðsátaka sé þetta verk framúrskarandi frábært, og betra en öll hin í söguáttunni.

Þannig líður mér núna.

Það er alveg stórfenglegt hvað Shakespeare leyfir sér að gera þjóðhetjuna Hinrik af Monmouth óaðlaðandi. Djöfull er hann mikill kalkúlator, djöfull er lítið að marka það sem hann segir. Djöfull er hann alltaf að stýra atburðarásinni þegar hann opnar munninn. Fellur eitt einlægt orð úr munni kóngsins? Maður efast meira að segja þegar hann fer með einræður, sem þó eru trúnaðarsamtal persóna við áhorfendur og einlægar samkvæmt skilgreiningu.

„The king is a good king“ segir Bardolph þegar dauði Falstaffs vofir yfir, eftir að konungurinn hefur „killed his heart“, eins og Mistress Quickly orðar það. Það er heldur ekki bara prívatskoðun gamalla drykkjufélaga; prófessjónal hermenn eins og Fluellen eru líka á því, þó þeim þyki það frekar gott hjá honum. En kóngurinn er góður kóngur. Það er óumdeilt. Leikritið er síðan ekki síst um það hvort hægt sé að vera bæði góður kóngur og góður maður.

Eigum við ekki að segja að einn mælikvarðinn á það sé einmitt þegar Bardolph sjálfur deyr, þegar einmitt þessi Fluellen ber upp mál hans við kónginn. Þessi gamli drykkjubróðir Hinriks hefur stolið kirkjusilfri og agi verður að vera í hernum. Hér úrskurðar kóngur:

We would have all such offenders so cut off: and we give express charge, that in our marches through the country, there be nothing compelled from the villages, nothing taken but paid for, none of the French upbraided or abused in disdainful language; for when lenity and cruelty play for a kingdom, the gentler gamester is the soonest winner.

3.6.106–112

Þetta er n.b. sami kóngurinn og þremur senum fyrr sagði þetta við forsvarsmenn Harfleur-borgar:

How yet resolves the governor of the town?
This is the latest parle we will admit;
Therefore to our best mercy give yourselves;
Or like to men proud of destruction
Defy us to our worst: for, as I am a soldier,
A name that in my thoughts becomes me best,
If I begin the battery once again,
I will not leave the half-achieved Harfleur
Till in her ashes she lie buried.
The gates of mercy shall be all shut up,
And the flesh’d soldier, rough and hard of heart,
In liberty of bloody hand shall range
With conscience wide as hell, mowing like grass
Your fresh-fair virgins and your flowering infants.
What is it then to me, if impious war,
Array’d in flames like to the prince of fiends,
Do, with his smirch’d complexion, all fell feats
Enlink’d to waste and desolation?
What is’t to me, when you yourselves are cause,
If your pure maidens fall into the hand
Of hot and forcing violation?

3.3.1–21

Þessi sama synd og hann lætur hengja gamlan vin sinn fyrir er þarna notuð sem vopn til að hræða óvini til uppgjafar.

Allt sem Hinrik gerir markast af því að hann gerir það frammi fyrir fólki. Út frá því ber að skilja allt sem hann segir. Jafnvel líka það sem hann segir beint í trúnaði við áhorfendur. Lítur hann ekki líka á þá sem þegna sína, sem ekkert er bogið við að ljúga að ef þörf krefur?

Pólitíkusinn sem Hinrik er í þessu leikriti er algerlega eins og sá sem hann segist ætla að verða í leikritunum sem bera nafn föður hans. Það er auðvitað svolítið ógeðslegt, og Hinrik er mjög ógeðslegur kóngur. Stórkostlegur pólitíkus hinsvegar. Og leikritið er honum til dýrðar. Auðvitað er þetta leikrit um hinn ævintýralega sigur við Agincourt. En samt. En samt.

Afstaða listamanna til svona gaura er alltaf blendin, en út úr því kemur oftar en ekki snilld. Eroica kannski frægasta dæmið, en Henry V er líka þrungið spennunni sem hlýst af andstyggð á því hvernig menn þurfa að vera til að afreka það sem þeir gera.

Aftur að eintölunum. Þau eru bara tvö í verkinu – sem kemur á óvart, svo retórískt sem það er og fullt af ræðum. En þar villir sögumaðurinn okkur sýn, sem og hvatningarræðurnar tvær sem eru frægustu textar verksins og stórkostlegar sem slíkar. En ekki eintöl: ræður. retórískt kjaftæði, en afhjúpandi sem slíkt. En aftur að eintölunum. Annarsvegar er það samtal Hinriks við áhorfendur um ábyrgð og umbun konungs eftir að hann hefur tekið stöðuna í herbúðunum í dulargervi.

Upon the king! let us our lives, our souls,
Our debts, our careful wives,
Our children and our sins lay on the king!
We must bear all. O hard condition,
Twin-born with greatness, subject to the breath
Of every fool, whose sense no more can feel
But his own wringing! What infinite heart’s-ease
Must kings neglect, that private men enjoy!
And what have kings, that privates have not too,
Save ceremony, save general ceremony?
And what art thou, thou idle ceremony?
What kind of god art thou, that suffer’st more
Of mortal griefs than do thy worshippers?
What are thy rents? what are thy comings in?
O ceremony, show me but thy worth!
What is thy soul of adoration?
Art thou aught else but place, degree and form,
Creating awe and fear in other men?
Wherein thou art less happy being fear’d
Than they in fearing.
What drink’st thou oft, instead of homage sweet,
But poison’d flattery? O, be sick, great greatness,
And bid thy ceremony give thee cure!
Think’st thou the fiery fever will go out
With titles blown from adulation?
Will it give place to flexure and low bending?
Canst thou, when thou command’st the beggar’s knee,
Command the health of it? No, thou proud dream,
That play’st so subtly with a king’s repose;
I am a king that find thee, and I know
‘Tis not the balm, the sceptre and the ball,
The sword, the mace, the crown imperial,
The intertissued robe of gold and pearl,
The farced title running ‘fore the king,
The throne he sits on, nor the tide of pomp
That beats upon the high shore of this world,
No, not all these, thrice-gorgeous ceremony,
Not all these, laid in bed majestical,
Can sleep so soundly as the wretched slave,
Who with a body fill’d and vacant mind
Gets him to rest, cramm’d with distressful bread;
Never sees horrid night, the child of hell,
But, like a lackey, from the rise to set
Sweats in the eye of Phoebus and all night
Sleeps in Elysium; next day after dawn,
Doth rise and help Hyperion to his horse,
And follows so the ever-running year,
With profitable labour, to his grave:
And, but for ceremony, such a wretch,
Winding up days with toil and nights with sleep,
Had the fore-hand and vantage of a king.
The slave, a member of the country’s peace,
Enjoys it; but in gross brain little wots
What watch the king keeps to maintain the peace,
Whose hours the peasant best advantages.

4.1.238–293

Þetta er nú meira vælið. Kallast á við „honour“ ræðu Falstaffs úr fyrra leikritinu um Hinrik IV, nema bara ekki fyndið. Hitt eintalið, sem er svo auðvelt að gleyma að er þarna, er þetta:

As young as I am, I have observed these three swashers. I am boy to them all three: but all they three, though they would serve me, could not be man to me; for indeed three such antics do not amount to a man. 

For Bardolph, he is white-livered and red-faced; by the means whereof a’ faces it out, but fights not. For Pistol, he hath a killing tongue and a quiet sword; by the means whereof a’ breaks words, and keeps whole weapons. For Nym, he hath heard that men of few words are the best men; and therefore he scorns to say his prayers, lest a’ should be thought a coward: but his few bad words are matched with as few good deeds; for a’ never broke any man’s head but his own, and that was against a post when he was drunk. 

They will steal any thing, and call it purchase. Bardolph stole a lute-case, bore it twelve leagues, and sold it for three half pence. Nym and Bardolph are sworn brothers in filching, and in Calais they stole a fire-shovel: I knew by that piece of service the men would carry coals. They would have me as familiar with men’s pockets as their gloves or their handkerchers: which makes much against my manhood, if I should take from another’s pocket to put into mine; for it is plain pocketing up of wrongs. 

I must leave them, and seek some better service: their villany goes against my weak stomach, and therefore I must cast it up.

3.2.31–55

Þarna talar persóna sem heitir bara „Boy“ og er fylgifiskur fyrrum fylgifiska Falstaffs. Shakespeare er ekki meira í mun að leikritið sé lofgjörð um hermennskusnild Henry Plantagenet en svo að þetta er næstlengsta trúnaðarsamtal persónu leikritsins við okkur. Strikað úr báðum kvikmyndunum.

Höskuldarviðvörun: Þessi drengur lifir ekki leikritið af. Og það gerist eiginlega án þess við tökum eftir því. Þessi strákur sem sér í gegnum drullusokkana sem hann er í slagtogi með, er betri en þeir og langar að vera betri en þeir. Hann deyr.  War is hell.

Þriðja eintalið á svo skúrkurinn Pistol. Eftir að allt er um garð gengið, og hans lið hefur unnið frægan sigur fer hann yfir framtíðarhorfur sínar:

Doth Fortune play the huswife with me now?
News have I, that my Nell is dead i’ the spital
Of malady of France;
And there my rendezvous is quite cut off.
Old I do wax; and from my weary limbs
Honour is cudgelled. Well, bawd I’ll turn,
And something lean to cutpurse of quick hand.
To England will I steal, and there I’ll steal:
And patches will I get unto these cudgell’d scars,
And swear I got them in the Gallia wars.

5.1.84–92 

Kallast á við frægustu ræðu verksins, þar sem hin glæstu efri ár öróttra vopnabræðra konungsins, sem hann kallar reyndar einfaldlega „bræður“, eru teiknuð upp með talsvert meiru glossi.

Þetta er ekki óvart, þessi stöðuga áminning Shakespeares um hver ber kostnað stríðsins.  Hinrik er hetja. Leikritið dregur enga dul á það. Og samt. Og samt. Shakespeare lætur hann alveg heyra það. Hér er Williams, óbreyttur hermaður að tala við óþekktan kollega sinn, sem er reyndar kóngurinn í dulargerfi. Er hann ekki alltaf í dulargerfi? Þetta er laglega góð ræða:

But if the cause be not good, the king himself hath a heavy reckoning to make, when all those legs and arms and heads, chopped off in battle, shall join together at the latter day and cry all ‘We died at such a place;’ some swearing, some crying for a surgeon, some upon their wives left poor behind them, some upon the debts they owe, some upon their children rawly left. I am afeard there are few die well that die in a battle; for how can they charitably dispose of any thing, when blood is their argument? Now, if these men do not die well, it will be a black matter for the king that led them to it; whom to disobey were against all proportion of subjection.

4.1.138–151

„I am afeard there are few die well that die in a battle“. Hefur ekki verið orðað betur síðan. Og framhaldið er sérdeilis frábært líka. Kemur Hinrik enda algerlega úr jafnvægi:

KING
I myself heard the king say he would not be ransomed.

WILLIAMS
Ay, he said so, to make us fight cheerfully: but when our throats are cut, he may be ransomed, and we ne’er the wiser.

KING
If I live to see it, I will never trust his word after.

WILLIAMS
You pay him then. That’s a perilous shot out of an elder-gun, that a poor and private displeasure can do against a monarch! you may as well go about to turn the sun to ice with fanning in his face with a peacock’s feather. You’ll never trust his word after! come, ’tis a foolish saying.

KING
Your reproof is something too round: I should be angry with you, if the time were convenient.

4.1.197–212

Mynd leikritsins af almenningi er framúrskarandi frábær. Hér eru bæði heiðarlegir almúgamenn, mis-pedantískir atvinnuhermenn og lólæf-skúrkar lifandi komnir. Og svo þessi makalaust afhjúpandi glansmynd af kónginum, sem einu sinni æfði sig í alþýðleika og er nú útsmognastur allra.

Ég horfði á Olivier-myndina. Það tók svolítið á. Djöfull er hún óþolandi lengst af. Eiginlega ekki fyrr en í atriðinu þar sem Hinrik fer í dulargerfið í njósnaferð meðal pupulsins sem eitthvað fer að gerast og kallinn nær vopnum sínum, ef svo mætti segja. Svo er hún auðvitað svo skelfilega einbeitt þjóðrembu-áróðurstúlkun. Það birtist ekki síst í styttingunum. Auðvitað minnist Hinrik ekkert á að enski herinn eigi að stúta föngum sínum. Ræðan um nauðganir og fjöldamorð á smábörnum Harfleaur-borgar er strikuð, sem og iðrunarbænin um nóttina, þar sem Hinrik biður Guð að fyrirgefa valdarán föður síns. Og senan þar sem þrír svikarar eru afhjúpaðir og festir upp. Samtalið þar sem Hinrik náðar fyllibyttu sem hafði viðhaft munnsöfnuð um kónginn fær hinsvegar að standa, þó það hafi enga þýðingu nema sem andstæða og upptaktur af miskunnarlausri afgreiðslu hann á landráðamönnunum. Sem Olivier svo strikar.

Ritstjóri Ardens, TW Craik, er af gamla skólanum varðandi túlkun leikritsins, dálítið á „Af-hverju-setja-þau-þetta-ekki-upp-eins-og-það-er-skrifað?“ línunni. Sem er leiðindalína, og mjög pínlegt að hann skammar Olivier ekkert fyrir þessar ömurlegu styttingar, sem gerbreyta merkingu verksins. Sendir miklu grimmari tón á Michael Bogdanov, sem strikar næstum ekkert í sinni English Shakespeare-uppfærslu, en er hinsvegar bæði frjálslegur með períóduna og mjög greinilega „Anti-War“ – túlkun sem texti verksins styður ágætlega. Pennington er flottur, svolítið gamall, en magnaður t.d. þegar Bardolph er tekinn af lífi. Almennt setur hann mikla tilfinningu í kónginn, annaðhvort er þessi Hinrik minna kalkúleraður en mér finnst hann, eða flinkari að fela kalkúlasjónina. Branagh er samt betri. En trúlofunarsenan er stórkostleg. Pennington er næstum perralegur og Francesca Ryan er frábær.

Það er nefnilega mjög sterkur „af-hverju-er-þetta-ekki-túlkað-þannig-að-það-trufli-mig-sem-minnst?“ undirtónn í „Af-hverju-setja-þau-þetta-ekki-upp-eins-og-það-er-skrifað?“ skólanum. Sorrí, íhaldspungar, en leikritin eru einfaldlega betri en þið. Þau eiga að trufla. Það á ekki síst við þetta jaskaða þjóðrembuverk sem er svo miklu stærra, mótsagnakenndara og meira spennandi en allir/ég halda.

Textinn.

Ég setti mér fyrir lesverkefni. Að lesa öll verk Shakespeares, leikrit og ljóð, nokkurnvegin í líklegri ritunartímaröð. Já og horfa á kvikmyndagerðir eða kvikmyndaðar sviðsetningar þeirra.  Langflest leikritanna hef ég lesið áður, ýmist á frummálinu eða íslensku. Mörg hef ég séð og tveimur leikstýrt. Ljóðin þekkti ég lítið sem ekkert. Síðan skrifa ég eitthvað smávegis um hvert og eitt. Greiningu, gagnrýni, ágrip af fyrri reynslu minni af verkinu. Svona nokkurnvegin hvað sem mér dettur í hug út frá lestrinum. Starafugl birtir þessar ritsmíðar á föstudögum, meðan verk endast.