Hertoginn í Vínarborg felur hinum siðprúða Angelo stjórnartaumana en fer sjálfur huldu höfði í borginni til að sjá hvernig gengur. Angelo lætur verða sitt fyrsta verk að reyna að uppræta siðspillinguna í borginni og dustar m.a. rykið af dauðarefsingu fyrir barneignir utan hjónabands. Hinn ungi Claudio er sá fyrsti sem er dæmdur samkvæmt þeim. Þegar Isabella systir hans biður hans griða fyllist Angelo girnd til hennar og býður henni að bjarga lífi bróðurins með því að sænga hjá sér. Hún er strangtrúuð ungnunna og harðneitar að skipta á meydómi sínum og lífi bróður síns. Hertoginn heyrir þegar hún ber Claudio tíðindin og leggur á ráðin um að Isabella fallist á tilboð Angelos en hann muni sjá til að í hennar stað komi Mariana, ung stúlka sem Angelo hefur svikið í tryggðum. Það gengur eftir, en Angelo gengur á bak orða sinna og lætur hálshöggva Claudio. Eða það heldur hann, því hertoganum tekst að láta senda honum höfuð annars dauðamanns og birtist síðan í borginni, illska Angelos er afhjúpuð, hann látinn giftast Mariönnu og síðan dæmdur til dauða, sem síðan er afturkallað þegar Isabella biður honum griða, þó hún haldi enn að bróðir hennar hafi verið tekinn af lífi. Claudio er síðan leiddur fram lifandi, hertoginn biður Isabellu og dæmir oflátunginn Lucio, sem hefur gert honum lífið leitt meðan hann fór huldu höfði, til að giftast vændiskonu sem Lucio hefur gert barn.
When the judge he saw Reilly’s daughter
His old eyes deepened in his head,
Sayin’, “Gold will never free your father,
The price, my dear, is you instead.”Bob Dylan, Seven Curses
Haustið 2000 bauðst mér að setja upp sýningu hjá Leikfélagi Kópavogs og var jafnframt beðinn að hafa á því skoðun hvaða verk ætti að taka til meðferðar. Það varð fljótlega úr að hafa það Shakespeare, enda súperkraftar í boði og um að gera að hnykla vöðvana. Og Shakespeare bestur, eins og allir vita. Eftir smá vangaveltur varð Íslandsfrumflutningur á Measure for Measure (Líku líkt hjá Helga) ofan á. Mér hafði fundist þetta spennandi verk frá því RÚV sýndi BBC-myndina einhverntíman seint á níunda áratugnum eða snemma á hinum tíunda. Þetta var skemmtileg glíma í Kópavogi og ágæt sýning held ég. En svolítið glórulaus ákvörðun samt sem áður. Leikhópurinn var vissulega vel skipaður hæfileikafólki, en það var á hinn bóginn heldur fátt. Fyrir vikið þurfti að fækka persónum nokkuð rækilega. Aðallega með því að sameina tvær (og jafnvel þrjár) í eina, sem fór nú ekki alltaf vel með innri rökvísi karakteranna, þó gangverk leikritisins héldist svona nokkurnvegin óbrjálað. Eða allavega ekkert mikið brjálaðra en það er frá höfundarins hendi.
Eða höfundanna; hin síðari ár hafa þær raddir orðið nokkuð háværar að Thomas nokkur Middleton, sem var upprennandi og afkastamikið leikskáld á þessum tíma, hafi komið eitthvað nálægt verkinu, mögulega sé sú gerð þess sem varðveittist og prentaðist loksins 1623 endurskoðuð og eitthvað breytt frá hans hendi. Um það verður auðvitað ekkert vitað með vissu, en óneitanlega er Measure for Measure pínu kyndugt verk. Kómedíunafnið fer því frekar illa, enda er þetta eitt leikritanna sem kategórían „tragikómedía“ eða „vandamálaleikrit“ var sniðin fyrir. Svo eru aðrir sem finnst það ekki neitt skrítið heldur meira og minna fullkomið og djúpt í hugsun um réttlæti, miskunn, hlutverk og takmörk valdsins á jörðu sem á himni.
Measure for Measure er eitt þeirra leikrita Shakespeares sem á skýran og auðrekjanlegan uppruna í öðrum skáldverkum. Sú ættfærsla hefst hjá ítalska sagnaskáldinu Cinthio. Í sögusafninu Gli Hecatommithi (1565) er sagan af Ephitu, þar sem segir af aðstæðum líkum þeim sem Isabella, Claudio og Angelo lenda í. 1578 skrifaði George Whetstone Promos and Cassandra, leikverk í tveimur hlutum upp úr Ephitusögu Chinthios, og bætti við hana rekkjunautsbrellunni og fleiri atriðum sem Shakespeare nýtir sér í sínu verki.
Þrátt fyrir þessar hábókmenntalegu rætur þá botnar þetta á endanum allt í þjóðsögum og ævintýrum. Sem aftur sækja efni sitt (væntanlega) í raunveruleikann aftur í grárri forneskju. Arden-ritstjórinn J. W. Lever greinir þrjú slík minni:
- Spillti valdsmaðurinn
- Ráðamaðurinn sem fer huldu höfði
- Rekkjunautsbrellan
Og það er auðvitað hárrétt hjá honum. Minnið um valdsmanninn sem kaupir kynlífsaðgang að systur/dóttur brotamanns og svíkur svo samninginn er t.d. ævagamalt, og endurómar t.d. í Gallows Pole, sem Led Zeppelin kynntu fyrir mér í æsku, og Bob Dylan gerði skil í Seven Curses.
Eins og mörg forvitnileg verk er MfM viss stiklusteinn milli leikrita-genre-a. Hér eru komin í forgrunninn ákveðin rómönsueinkenni, t.d. Mariönuforsagan og rúmruskið. Ég held að áhorfendum/lesendum sé ekki ætlað að fara í saumana á því, eða leggja mikið út af því að hertoganum hafi verið kunnugt um heitrof Angelos við hana og hvers vegna hann treysti honum engu að síður fyrir ríkinu. Lever hallast aðeins í þá átt með hátimbraðri kenningu um djúpan ásetning hertogans, þar sem bæði Angelo og Isabella skulu alin upp.
Svona plotttvist tíðkast ekki í fyrri gamanleikjunum. Þá sjaldan þau koma fyrir, eins og með skyndilega hugarfarsbreytingu Fredericks í As You Like It, þá virkar það eins og byggingargalli. Hér er þetta sjálfsagt og kallar ekki á miklar pælingar.
Reyndar er meginplott og heldri karakterar MfM af sauðahúsi sem alls ekki hefur sést áður, og allra síst í gleðileikjunum. Ástríða Angelos, dauðageigur Claudios og ungnunnustaðfesta Isabellu er allt eitthvað alveg nýtt, mun nær tragedíunum í alvöru og sálrænni óreiðu. Líka það sjáum við áfram í rómönsunum, einkum og sér í lagi The Winter’s Tale.
Í ritgerðinni um Romeo and Juliet talaði ég um gamanleikinn sem umhverfist í harmleik. Measure for Measure er fyrsta gagndæmið: hér stefnir allt í hina hroðalegustu ógæfu sem ráðabrugg hertogans snýr upp í ljúfa (eða allavega ljúfsára) lausn fyrir alla. Flesta. Um leið breytist eðli og tónn verksins. Er það galli? Veit það ekki. Kannski er aðalgallinn sá að meðan alvöruþrunginn dramahlutinn er aldeilis frábær sem slíkur þá er hinn plottþrungni seinni hluti ekkert mjög spennandi eða trúverðugur sem sá ævintýragamanleikur sem hann er, enda sennilega einhver óreiða í þeim texta sem fyrir liggur. Þangað til í lokin. Síðasti þátturinn, sem er eitt langt atriði þar sem leyst er úr öllum hnútum, nær aftur í skottið á „alvöru“ dramatík, þó segja megi að það sé ólíkinda- og ævintýrabragur á sumu þar.
Og með örlítilli tillitssemi má segja að þetta fléttuverk gangi alveg upp, sé jafnvel dálítið spennandi, eins og gott ævintýri. Safinn er engu að síður í siðferðilegum og sálrænum mótsögnum Angelos og Ísabellu, og sið-, sál- og pólitískum kröftunum að baki framferðis hertogans.
Það er ekki verri skoðunaraðferð en hver önnur að líta sérstaklega á hvert og eitt þeirra þriggja.
Hertoginn
Hertoginn gefur alveg skýrar upplýsingar um tilgang feluleiksins. Hann vill herða tök laganna á borgarbúum, telur þau vera orðin of slök. Sennilega var hann samt búinn að gleyma þessari skrítnu lagagrein um forbrúðkaupsleg kynmök sem setur allt vesenið af stað. Það kemur fram snemma í verkinu að Angelo hafi látið verða sitt fyrsta verk að fyrirskipa lokun vændishúsa umhverfis borgina. Sennilega var það einmitt meiningin hjá hertoganum. En þegar Stóridómur er endurvakinn, en þó einkum þegar Angelo ætlar að misbeita valdi sínu, og brýtur sjálfur gegn þessum lögum, er kominn tími til að grípa í taumana. Helst án þess að steypa hinum góðu siðvendniáhrifum Angelos í voða og skapa uppnám í borginni. Því að lifa í friði langar jú alla til, ekki satt?
Rök hertogans fyrir því að gera þessa landhreinsun ekki sjálfur, en fylgjast þó með, eru sæmilega skýr, þó ef til vill séu þau ekki mjög traust:
FRIAR THOMAS
It rested in your grace
To unloose this tied-up justice when you pleased:
And it in you more dreadful would have seem’d
Than in Lord Angelo.DUKE
I do fear, too dreadful:
Sith ’twas my fault to give the people scope,
‘Twould be my tyranny to strike and gall them
For what I bid them do: for we bid this be done,
When evil deeds have their permissive pass
And not the punishment. Therefore indeed, my father,
I have on Angelo imposed the office;
Who may, in the ambush of my name, strike home,
And yet my nature never in the fight
To do in slander. And to behold his sway,
I will, as ’twere a brother of your order,
Visit both prince and people[…]
Lord Angelo is precise;
Stands at a guard with envy; scarce confesses
That his blood flows, or that his appetite
Is more to bread than stone: hence shall we see,
If power change purpose, what our seemers be.1.3.31–54
Munum líka að þegar hertoginn útdeilir miskunsemi í lokin þá er hann á því að refsa Lucio einna þyngst, manninum sem hefur ekkert annað til saka unnið en að „rægja“ hertogann, saka hann um drykkjuskap og hórlífi, en verið svo óheppinn að deila þessum sögum með munkinum sem reynist vera hertoginn í dulargervi. Eigum við kannski að trúa Lucio? Er þessi fortíð hertogans sem glaumgosinn lýsir ekki einmitt besta skýringin á því af hverju hann getur ekki sjálfur hreinsað til í rauða hverfinu?
Munurinn á hertoganum og Angelo þá fyrst og fremst að hertoginn leitar að pólitískt færri leið út úr hræsnisklemmu sinni, en Angelo lætur einfaldlega stjórnast af girnd sinni og reiknar með að komast upp með það.
Isabel
Ferðalag Isabel er það langstærsta í verkinu. Hún er hrifsuð út úr sínu verndaða umhverfi og fyrir hana lögð linnulaus og illleysanleg siðferðileg próf. Hennar leið í gegnum síðari hlutann, þegar lögmál plottdrifins ævintýris tekur við af sálfræðidrama og trúarsiðferðisumræðu fyrri hlutans, heldur áfram að vera erfið og þrungin þrautum sem lúta að trúarstaðfestu hennar og kristilegu hugarfari. Þegar hertoginn ákveður að leyna hana því að hann hafi bjargað lífi Claudios eftir að Angelo gengur á bak orða sinna er það grimmilegt og þær skýringar og afsakanir sem túlkendur hafa sett á blað þykja mér grunnar og bláþráðóttar. Þarna finnst mér grimm lögmál ævintýrisins og löngun leikskáldsins í „sensasjón“ trompa allt.
Ég hef séð Isabel kallaða „tepru“ í skýringarritum frá síðari hluta 20. aldar. Trúlega hafa viðhorfin snúist heldur á sveif með henni undanfarin ár. Measure for Measure er klárlega „meetoo-leikritið“ í Shakespearekanónunni. Samt eigum við guðlausir nútímamennirnir smá-bágt með að kyngja réttlætingu hennar fyrir staðfestunni. Isabel er óneitanlega sannkristinn dogmatisti fyrst og síðast:
There is a vice that most I do abhor,
And most desire should meet the blow of justice;
For which I would not plead, but that I must …2.2.29–31
Hún er semsagt þannig séð alveg sátt við Stóradóm í prinsippinu, en elskar auðvitað bróður sinn. Og síðar, þegar ósiðlegt tilboð Angelos hefur verið lagt á borðið er það ekki kynfrelsi hennar sem gerir það óaðgengilegt heldur boðin að ofan:
Better it were a brother died at once,
Than that a sister, by redeeming him,
Should die for ever.2.4.106–108
Isabella er síðan nógu góð í guðfræði til að vita að miskunn trompar réttvísina:
Alas, alas!
Why, all the souls that were were forfeit once;
And He that might the vantage best have took
Found out the remedy. How would you be,
If He, which is the top of judgment, should
But judge you as you are? O, think on that;
And mercy then will breathe within your lips,
Like man new made.2.2.72–79
O, it is excellent
To have a giant’s strength; but it is tyrannous
To use it like a giant.[…]
Could great men thunder
As Jove himself does, Jove would ne’er be quiet,
For every pelting, petty officer
Would use his heaven for thunder;
Nothing but thunder! Merciful Heaven,
Thou rather with thy sharp and sulphurous bolt
Split’st the unwedgeable and gnarled oak
Than the soft myrtle: but man, proud man,
Drest in a little brief authority,
Most ignorant of what he’s most assured,
His glassy essence, like an angry ape,
Plays such fantastic tricks before high heaven
As make the angels weep; who, with our spleens,
Would all themselves laugh mortal.2.2.108–124
Þetta er nú dálítið flott hjá henni. Helvíti mælsk ungnunna. Það er svo ómaksins vert að bera eina ræðu í MfM saman við aðrar tvær frægari úr öðrum verkum, sem gegna samskonar hlutverki og eru svipaðar að formi. Staðháttalýsingar sem gegna dramatísku hlutverki sem þær dylja nokkuð með óviðjafnanlegri ljóðrænu. Hér segir Isabella hertoganum til vegar að ástarfundarstað Angelos:
He hath a garden circummured with brick,
Whose western side is with a vineyard back’d;
And to that vineyard is a planched gate,
That makes his opening with this bigger key:
This other doth command a little door
Which from the vineyard to the garden leads;
There have I made my promise
Upon the heavy middle of the night
To call upon him.4.1.28–36
Hér vísar Oberon Puck á hvílustað drottningar þar sem hann hyggst hrekkja hana illilega:
I know a bank where the wild thyme blows,
Where oxlips and the nodding violet grows,
Quite over-canopied with luscious woodbine,
With sweet musk-roses and with eglantine:
There sleeps Titania sometime of the night,
Lull’d in these flowers with dances and delight;
And there the snake throws her enamell’d skin,
Weed wide enough to wrap a fairy in:
And with the juice of this I’ll streak her eyes,
And make her full of hateful fantasies.Midsummer Night’s Dream, 2.1.249–258
Og hérna lýsir Geirþrúður danadrottning dauða Ófelíu:
There is a willow grows aslant a brook,
That shows his hoar leaves in the glassy stream;
There with fantastic garlands did she come
Of crow-flowers, nettles, daisies, and long purples
That liberal shepherds give a grosser name,
But our cold maids do dead men’s fingers call them:
There, on the pendent boughs her coronet weeds
Clambering to hang, an envious sliver broke;
When down her weedy trophies and herself
Fell in the weeping brook. Her clothes spread wide;
And, mermaid-like, awhile they bore her up:
Which time she chanted snatches of old tunes;
As one incapable of her own distress,
Or like a creature native and indued
Unto that element: but long it could not be
Till that her garments, heavy with their drink,
Pull’d the poor wretch from her melodious lay
To muddy death.Hamlet 4.7.165–182
Angelo
Okkur hér og nú finnst barneignir utan hjónabands auðvitað ekki vera siðferðilegt spursmál. Hitt kemur á óvart, sem Lever bendir á, að viðhorf samtíðar Shakespeares voru ekki svo ýkja ólík okkar hvað þetta varðar. Alveg ljóst að dauðarefsing fyrir kynlíf/barneign utan hjónabands hefur slegið leikhúsgesti sem glóruleysi og brot gegn hinni guðlegu skipan náttúrunnar og mannheima. Enda eru allir í sjokki í Vínarborg yfir ákvörðun Angelos. Escalus, fangavörðurinn, Lucio – og að sjálfsögðu allur kynlífsiðnaðurinn.
Það kom mér á óvart við þennan lestur hvað afstaða Angelos er „ókristileg“. Bæði náttúrulega brýtur hann svona nokkurnvegin gegn öllum grundvallarreglum kristins siðgæðis með framferði sínu, en einstrengingsháttur hans er heldur ekki studdur kristilegum rökum. Hann er einhverskonar lagatæknileg tepra. Lýsing léttúðarmannsins og siðleysingjans Lucio á honum er ágæt:
LUCIO
They say this Angelo was not made by man and woman after this downright way of creation: is it true, think you?DUKE
How should he be made, then?LUCIO
Some report a sea-maid spawned him; some, that he was begot between two stock-fishes. But it is certain that when he makes water his urine is congealed ice; that I know to be true: and he is a motion generative; that’s infallible.3.2.104–113
Þetta er eiginlega enn betra hjá Helga, ekki síst af því að „hafgúa“ er svo fyndið orð, og tilhugsunin um ástarlíf harðfiska sömuleiðis. Svo er „mígur ísvatni“ svo miklu hressilegra en sambærilegur staður í enskunni:
LÚSÍÓ
Það er sagt að þessi Angelo hafi ekki orðið til af manni og konu með venjulegum hætti sköpunarinnar. Haldið þér að þetta sé rétt?HERTOGI
Hvernig ætti hann þá að vera til orðinn?LÚSÍÓ
Sumir segja að hafgúa hafi hrygnt honum. Aðrir segja að tveir harðfiskar hafi getið hann af sér. En eitt er víst, hann mígur ísvatni, svo mikið veit ég með vissu; hann er trébrúða og getur ekki tímgazt.
Það sem fær Angelo endanlega til að hugsa sig um – og heillast af Isabel – eru þessi orð hennar:
Go to your bosom;
Knock there, and ask your heart what it doth know
That’s like my brother’s fault: if it confess
A natural guiltiness such as is his,
Let it not sound a thought upon your tongue
Against my brother’s life.2.2.137–141
„Ask your heart“. Það hreyfir við Angelo á þennan óvænta hátt. Það vill svo til að nákvæmlega þessi rök fyrir mildari meðferð fyrir Claudio hafði ráðuneytisstjórinn Escalus áður sett fram og Angelo þá svarað fullum hálsi:
‘Tis one thing to be tempted, Escalus,
Another thing to fall. I not deny,
The jury, passing on the prisoner’s life,
May in the sworn twelve have a thief or two
Guiltier than him they try. What’s open made to justice,
That justice seizes: what know the laws
That thieves do pass on thieves? ‘Tis very pregnant,
The jewel that we find, we stoop and take’t
Because we see it; but what we do not see
We tread upon, and never think of it.
You may not so extenuate his offence
For I have had such faults; but rather tell me,
When I, that censure him, do so offend,
Let mine own judgment pattern out my death,
And nothing come in partial. Sir, he must die.2.1.17–31
En Isabel er óneitanlega sætari en ráðuneytisstjórinn. Því fer sem fer.
Measure for Measure hefði auðveldlega geta orðið harmleikur Angelos sem hefði sómt sér vel sem tilbrigði við síðasta verk þar sem Shakespeare gerði kynferðislega þráhyggju að drifkrafti tragískrar „hetju“ með miklum glæsibrag.
Síðustu harm-leifarnar, eftir að verkinu hefur verið „transpónerað“ yfir í kómedíu/rómönsu er þessi ræða, sem minnir reyndar meira á Macbeth en Othello. Hér gerir Angelo upp þá ákvörðun sína að ganga á bak orða sinna og láta höggva Claudio þrátt fyrir að hafa fengið Isabel (heldur hann):
This deed unshapes me quite, makes me unpregnant
And dull to all proceedings. A deflower’d maid!
And by an eminent body that enforced
The law against it! But that her tender shame
Will not proclaim against her maiden loss,
How might she tongue me! Yet reason dares her no;
For my authority bears of a credent bulk,
That no particular scandal once can touch
But it confounds the breather. He should have lived,
Save that riotous youth, with dangerous sense,
Might in the times to come have ta’en revenge,
By so receiving a dishonour’d life
With ransom of such shame. Would yet he had lived!
A lack, when once our grace we have forgot,
Nothing goes right: we would, and we would not.4.4.17–32
Claudio varð að deyja, svo hann segði ekki frá. Engin mun trúa stelpunni. Var ég búinn að segja að þetta sé Metoo-leikritið?
Arden er ekki búið að koma verkinu út í þriðju heildarútgáfu sinni, en í nr. tvö er illu heilli ekkert um sviðssögu verkanna. Fáeinar sýningar eru umtalaðar og sögufrægar: til dæmis uppfærsla Peter Brook með John Gielgud sem Angelo 1950. Í henni uppálagði leikstjórinn Barböru Jefford í hlutverki Isabel að draga í lengstu lög að bregðast við óvæntu (og geðveikislegu) bónorði hertogans í lokaatriðinu. Það skapaðist víst rafmagnað andrúmsloft í leikhúsinu í þögninni, sem á sumum sýningum varði mínútum saman. En á endanum gafst hún honum. Það er reyndar ekki nauðsynlegt, Isabel segir ekkert. Mig minnir að Birgitta Birgisdóttir hafi gefið mjög skýrt til kynna að þetta væri ekki að fara að gerast í uppfærslunni okkar í Kópavogi um árið.
Engin svoleiðis djörfung í BBC-myndinni frá 1979, sem vonlegt er. Hér er hverjum þætti og illsamrýmanlegum stílum gert álíka hátt undir höfði, reynt að „túlka“ sem minnst. Útkoman er ágæt, ekki síst geislar af Kate Nelligan í hlutverki Isabellu. Þarna var þessi frábæra leikkona á hátindi ferils síns, tæplega þrítug. Í framhaldinu flutti hún til Bandaríkjanna og reyndi að hasla sér bíó- og sjónvarpsvöll með takmörkuðum árangri, sé horft til stöðu hennar í breskum leikhúsheimi í upphafi níunda áratugarins, þar sem hún var alger drottning. Kenneth Colley og Tim Pigott-Smith eru líka prýðilegir sem hertogi og Angelo.
Dominic Dromgoole kvaddi Globe-leikhúsið vorið 2015 með uppfærslu á Measure, sem var síðan tekin upp og gefin út – Globe hefur verið duglegt á þeim markaði þó hús-stíllinn sé ekki beinlínis sjónvarpsvænn. Hér er mjög einörð leikstjóraáhersla: Þetta er kómedía. Leikstíllinn mjög Comedy-of-Errors legur, sem kallar fram töluverð viðbrögð hjá „jarðlingunum“, hinum standandi áhorfendum við sviðsbrúnina, en gerir leikritinu sem heild litla greiða. Aðallega er það lögnin á hertoganum sem einfeldningi að reyna að redda málum sem truflar. Nothæf túlkunarleið fyrir persónuna, en afleit fyrir leikritið. Birtist til dæmis þegar hertoginn biður um hönd Isabel, sem vakti einfaldlega almennan hlátur, svo glórulaus virkaði þessi gaur. Svo verð ég að viðurkenna að ég næ ekki alveg dálæti breska Shakespeare-heimsins á Mariuh Gale, sem er búin að leika bókstaflega allar helstu ungar kvenhetjur skáldsins undanfarin ár, flestar hjá Royal Shakespeare Company og svo í Globe. Hún er t.d. óeftirminnileg Ófelía móti David Tennant í RSC-mynd sem ég horfði á um daginn, og Júlía í klippu sem ég krækti í í Romeo and Juliet-greininni sem ég tala um ofar hér. Ágætlega flink, en heldur illa búin sviðssjarma. Hér er Mariah eintóna og sérkennilega „ótúlkuð“ Isabel. Skrítið. Measure-mund Dromgooles er smá fyndin stundum og sniðuglega fleygaðar senur auka á skriðþungann. Gengur ekki upp sem heild samt.
Bæði Dromgoole og BBC-stjórarnir Desmond Davis og Cedric Messina fá síðan refsistig fyrir að strika mína eftirlætissenu úr verkinu, sérstaklega í ljósi þess hvað þeir annars strika lítið. En senan er semsagt svona, í heild sinni:
Enter VARRIUS
DUKE
I thank thee, Varrius; thou hast made good haste:
Come, we will walk. There’s other of our friends
Will greet us here anon, my gentle Varrius.Exeunt
4.6.12–14
Þetta er eina innkoma þessa Varríusar í leikritinu. Snilldarlega tilgangslaust, enda skýrði ég fyrstu bloggsíðuna mína eftir þessum merka og leyndardómsfulla karakter.
Varríus fékk reyndar heldur ekki að vera með í minni sýningu. Það er gott að búa í Kópavogi en samt eru þar ekki nógu margir til að spandera í svona kjánaskap.
Hvernig verða þessi hjónabönd öll? Maður hefur pínu áhyggjur af heimilislífinu hjá Angelo og Mariönu, Isabel og hertoganum. Hvað þá hjá vesalings konunni sem situr uppi með drullusokkinn Lucio. Meiri von um hamingju hjá Juliet og Claudio, þó hann sé óneitanlega dálítill hryggleysingi. Vonandi þarf hann ekki að meta líf sitt og heiður á vogarskálum framar.
Mér mun alltaf þykja vænt um þetta sérkennilega, áhugaverða, krassandi og gallaða verk.
Ég setti mér fyrir lesverkefni. Að lesa öll verk Shakespeares, leikrit og ljóð, nokkurnvegin í líklegri ritunartímaröð. Já og horfa á kvikmyndagerðir eða kvikmyndaðar sviðsetningar þeirra. Langflest leikritanna hef ég lesið áður, ýmist á frummálinu eða íslensku. Mörg hef ég séð og tveimur leikstýrt. Ljóðin þekkti ég lítið sem ekkert. Síðan skrifa ég eitthvað smávegis um hvert og eitt. Greiningu, gagnrýni, ágrip af fyrri reynslu minni af verkinu. Svona nokkurnvegin hvað sem mér dettur í hug út frá lestrinum. Starafugl birtir þessar ritsmíðar á föstudögum, meðan verk endast.