Viltu verða rithöfundur? Ágúst Borgþór kennir smásagnaskrif | Pressan.is

„Það er ekki hægt að kenna fólki ritstörf á sama hátt og að aka bíl eða nota forritið Excel en það er alveg ljóst af minni reynslu að á námskeiði af þessu tagi getur fólk náð miklum framförum í ritlistinni. Satt að segja hefði ég ekki slegið hendinni á móti svona námskeiði í upphafi ferilsins. Ég er í rauninni að matreiða þarna á nokkrum vikum það sem tók mig mörg ár að læra sjálfur með því að lesa smásögur eftir aðra og glíma við að skrifa þær. Lykilatriði á námskeiðinu er lestur, við lesum fjölbreyttar smásögur og skoðum hvernig þær eru settar saman. Það má segja að við lesum smásögur dálítið eins og þjálfarar horfa á fótboltaleik. Búum til töflufund og greinum þetta, afhjúpum trikkin hjá rithöfundum. Eftir það eiga nemendur eftir að verða færari um að læra af reyndari höfundum sem þeir lesa, þó að auðvitað verði enginn óbarinn biskup í þessu og framundan sé mikil vinna.“

via Pressan.is.