Vilja lýsa Smáís gjaldþrota | RÚV

Stjórn Smáís, Samtaka myndrétthafa á Íslandi, hefur óskað eftir að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan er sögð vera brot fyrrverandi framkvæmdastjóra samtakanna, sem stjórnin segir hafa viðgengist í mörg ár.

Samtökin voru stofnuð 1992 til að gæta hagsmuna rétthafa kvikmynda- og sjónvarpsefnis á Íslandi. Að Smáís standa Ríkisútvarpið, 365 miðlar, Skjárinn, sem rekur Skjá einn, Samfélagið, sem rekur Sambíóin og útgáfufyrirtækin Sena og Myndform.

via Vilja lýsa Smáís gjaldþrota | RÚV.