Viðvarandi ósönnuð sekt

SP: Í stað þess að allir séu saklausir uns sekt er sönnuð – frasi sem reyndar getur gefið til kynna viðvarandi ósannaða sekt – eru allir þarna á milli: ef til vill sekir. Hins vegar má sjá nafnið sem spurningarmerki eða beinlínis andstöðu við það hvernig kerfið og hin félagslegu norm skilgreina sektina. Er glæpamaðurinn í raun sekur? Um hvað? Og hvers er skilgreiningarvaldið?

S: Seinasta árið höfum við verið að vinna að tengdum hugmyndum en þó í sitthvoru lagi. Þegar við ákváðum að sýna verkin okkar saman sáum við að þó þau tengist ekki öll undir einni þematískri regnhlíf fléttast þau saman á fínlegan hátt. Við höfðum bæði verið að pæla mikið í glæpum og refsingu – og einnig vinnu. Þessi þrjú stef voru sérstaklega áberandi og nafnið nær að halda utan um verkin sem heild þó að það feli ekki í sér beina tilvísun í hvert og eitt þeirra.

Snorri Páll Úlfhildarson Jónsson og Steinunn Gunnlaugsdóttir í viðtali via Gagnsleysi, sekt og guðleg refsing – DV.