Singapore Sling

Tónlist vikunnar: Nýtt Singapore Sling lag hatar Ísland og þig

Eina rokkhljómsveit Íslands, Singapore Sling, er að fara gefa út plötu. Hún heitir The Tower of Foronicity. Ég veit ekkert hvað Foronicity er, en ég held það hljóti að vera frekar glatað dæmi. Því ég er búinn að heyra plötuna og hún er öll einn fallegur hatursóður, hvar örvænting tekur sig saman í andlitinu, hættir að vorkenna sjálfri sér og valtar yfir heiminn með tærum krafti illsku og fyrirlitningar. Með sólgleraugu, inni, að vanda.

The Tower of Foronicity er ekki platan sem Reykjavík á skilið, en hún er platan sem Reykjavík þarf.

Ætla mætti, að ekki væri auðvelt að dansa og hata á sama tíma. En Tower of Foronicity hatar, og hún dansar. Samtímis. Í vel rúmar 40 mínútur. Hún hefur ítrekað verið svipt allri trú á umhverfið og fólkinu í því; hún var kannski einusinni saklaus og næs og full af velvilja og væntingum, en eftir að hafa ítrekað fylgst með halaröðum af Finnum Ingólfssonum graða grunngerð samfélagsins  í sig með sleftaum í munnvikinu og sósu á skyrtunni við fögnuð fjöldans leitaði hún kannski á náðir svona hlæjandi uppgjafar. Frelsandi fyrirlitningar. Skapandi eyðileggingar. Og dansar.

Þú getur niðurheilt laginu Absolute Garbage hérna (hægrismella+’save as’ og allt það). Það er dásamlegt lag, fullt af glottandi, gleðilegri illsku. Textinn fjallar um hvað allir á Íslandi eru miklir fávitar. Eða ég skil hann þannig. Og er ekki í neinni aðstöðu til að véfengja hann.

Ekki örvænta. Stundaðu skapandi niðurrif. Hlustaðu á Singapore Sling. Hataðu.


There’s a town by the water
where all of the people are mad
They worship the surface and fear what’s beneath
’cause they know it will get them some day

So they follow their leaders
they follow the news every day
They talk and they talk and they talk and they talk
but they ain’t got nothing to say

And they’re always complaining
but don´t have the guts or the wits
To do something different, they all do the same
they follow like sheep to the grave

And they spend all their time making money
to pay all their bills every month
They party on weekends, watch TV at night
then replay, get old and then die

Mynd: Nata Moraru