Skiptar skoðanir um Dag ljóðsins | RÚV

Hugmynd ráðherra leggst ekki vel í alla. Fjörlegar umræður fara fram á Facebook síðu Kristjáns B. Jónassonar bókaútgefanda. Kristján segist telja undarlegt að gera fæðingardag skálds sem enginn lesi og skipti nánast engu máli í þróun íslenskra bókmennta að degi ljóðlistar. Enginn eftirspurn sé eftir kvæðum hans.

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason svarar og segir að það væri hefnd fyrir Dag íslenskrar náttúru og „canónízeringu“ Ómars Ragnarssonar. Skáldið Þórarinn Eldjárn segir á sama vettvangi að Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember hafi bjargað miklu. Hann vonist til að 31. október bætist við.

via Skiptar skoðanir um Dag ljóðsins | RÚV.