Sumarslamm Bókmenntaborgarinnar, Meðgönguljóða og ORT: Við slömmum inn sumarið í ljóðaslammkeppni á Loft hostel í dag laugardaginn 24. maí kl. 17:00.
Reglurnar eru einfaldar: Hver slammari hefur þrjár mínútur til að heilla dómara og flytja þarf blaðalaust. Dæmt verður fyrir sviðsframkomu, skáldskap og frumleika.
Skráning er hafin hjá ritstjorn@medgonguljod.com
Pólski ljóðaslammarinn Wojciech Cichon verður yfirdómari ásamt Valgerði Þóroddsdóttur frá Meðgönguljóðum, en áhorfendur munu ráða úrslitum.
Happy hour í gangi og óvæntir gestaslammarar; frábært tækifæri til að slamma inn sumarið!
Frítt inn!
—
Wojciech er einn af þekktari röppurum Póllands, hann býr í Varsjá og hefur haldið utan um fjölda ljóðaviðburða m.a. Spoken Word kvöld sem er ljóðaslamm kvöld mánaðarlega í Varsjá. Wojciech hefur flutt orðlist sína víða í Evrópu og verið með smiðjur og stjórnað slammkvöldum meðal annars í Þýskaland, Frakklandi, Úkraínu, Spáni, Tékklandi, Hollandi, Bretlandi og víðar.
via Sumarslamm!.