Rýni: Listilega leikið með tímaleysi minninga

Strax á fyrstu blaðsíðum bókarinnar er varpað fram vangaveltum um yfirborðskennd einkenni tímans og verða þau eitt mikilvægasta þema verksins. Þegar ljóðmælandinn fer í fyrsta skipti að heimsækja afa sinn á hjúkrunarheimili er hjallur í bakgarðinum þar sem verið er að þurrka þorskhausa. Hverfulleiki lífsins og endanleg hrörnun okkar allra er sýnd í gegnum þessa fiskhausa, sem „minna skáldið á helgrímur“ og verða birtingarmynd alls þess sem hann þarf að horfast í augu við þegar kemur að veikindum afans.

Alexandra Eyfjörð skrifar um Alzheimertilbrigðin via Rýni: Listilega leikið með tímaleysi minninga.