Ókeypis ritsmiðja á Iceland Noir

Írski glæpasagnahöfundurinn William Ryan mun halda ókeypis ritsmiðju á Bókasafni Kópavogs fimmtudaginn 20. nóvember kl. 17:00 þar sem hann leiðir þátttakendur í gegnum ferlið við smíð glæpasögu. Ritsmiðjan er hluti af Iceland Noir glæpasagnahátíðinni.

Nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á bokasafn@kopavogur.is, því fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Ritsmiðjan verður á ensku.

via Bókasafn Kópavogs – Ritsmiðja: William Ryan.