Aukning á kvenkyns leikstjórum á Íslandi – Kvikmyndir.is

Á þriðjudaginn næstkomandi verða sýndar sjö stuttmyndir á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF. Athygli vekur hversu mikil aukning er á kvenkyns leikstjórum, en konur eru með helminginn af þeim myndum sem sýndar eru í íslenska stuttmyndapakkanum á hátíðinni.

,,Kvenfyrirmyndir í kvikmyndagerð eru mikilvægar og þeim er að fjölga með velgengni kvenleikstjóranna okkar. WIFT á Íslandi hefur líka verið áberandi í að vekja athygli á konum í kvikmyndagerð og unnið að því að leiðrétta það misvægi sem er á milli kynjanna í kvikmyndabransanum.” segir Marzibil Sæmundardóttir sem sýnir stuttmyndina Einhyrningurinn á hátíðinni.

via Aukning á kvenkyns leikstjórum á Íslandi – Kvikmyndir.is.