Myndlistarsjóður skorinn niður um 67% | RÚV

Myndlistarmenn fjölmenntu í Iðnó í dag til að mótmæla skertu framlagi til Myndlistarsjóðs. Þeir afhentu Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar lista með yfir 1000 undirskriftum þar sem skorað er á alþingismenn að standa vörð um sjóðinn.

Samband íslenskra myndlistarmanna stóð fyrir opnu húsi í Iðnó í dag í tilefni af Degi myndlistar sem er á morgun en líka til að mótmæla niðurskurði til Myndlistarsjóðs.

via Myndlistarsjóður skorinn niður um 67% | RÚV.