Jón Yngvi Jóhannsson um Kötu

Í Konum er lýst skefjalausu, skipulögðu ofbeldi sem ung kona verður fyrir í nafni listarinnar og í boði íslenskra og erlendra auðjöfra. Þótt ótrúlegt megi virðast tókst sumum lesendum að túlka þá bók sem vegsömun eða samþykki þess viðbjóðslega ofbeldis sem þar var lýst. Það er engu líkara en Kata sé viðbragð við slíkum lestri, þar er engin fjöður dregin yfir boðskap sögunnar, hún er stríðsyfirlýsing, eða í það minnsta yfirlýsing um það að við séum stödd í miðju stríði; stríði gegn konum þar sem fórnarlömbin hrannast upp á hverjum degi, þeim er nauðgað, þær svívirtar og drepnar, án þess að samfélagið bregðist við í samræmi við umfang og alvarleika ofbeldisins.

via Vísir – Tilgangur og meðal?.