Listasafn fátæka mannsins – DV

Aðgangur að Listasafni Reykjavíkur er 1.200 krónur, aðgangur að Listasafni Íslands er 1.000 krónur, en aðgangur að Listasafni fátæka mannsins er ókeypis. Í ­galleríum og opinberum söfnum getur maður litið tugi listmuna augum, en á götum Reykjavíkurborgar eru þúsundir verka eftir hundruð íslenskra og erlendra listamanna til sýnis dag hvern. Það væri lífsverkefni að gera tæmandi lista yfir öll þau stóru og smáu verk sem er að finna í bænum þessa stundina, en DV býður upp á kort sem ­sýnir nokkur áhugaverð og áberandi götulistaverk í og í kringum miðborg Reykjavíkur.

via Listasafn fátæka mannsins – DV.