Lars von Trier með nýja sjónvarpsþætti – Kvikmyndir.is

Næsta verkefni danska leikstjórans Lars von Trier verður þáttaröðin The House That Jack Built. Þættirnir verða á ensku þrátt fyrir að leikarahópurinn komi víðsvegar að úr heiminum.

Framleiðslufyrirtæki Lars Von Trier og Peter Aalbæk Jensen, Zentropa, mun framleiða þættina líkt og allt annað efni sem hefur komið frá leikstjóranum í seinni tíð. ,,Þið hafið aldrei séð svona sjónvarpsþætti og þið munuð aldrei sjá svona þætti aftur,” var haft eftir Jensen.

Trier mun skrifa handritið sjálfur og hefst sú vinna í haust. Áætlað er að tökur hefjist árið 2016.

via Lars von Trier með nýja sjónvarpsþætti – Kvikmyndir.is.