Hvað gekk Hallgrími Helgasyni til? – mbl.is

Þeir sem taka þess­ari gagn­rýni á slík­um ærumeiðandi rugl­ingi milli raun­veru­leika og skáld­skap­ar sem ein­hverju snobbi hjá fjöl­skyldu sem heit­ir eft­ir­nafni fyrsta for­seta Íslands þá lang­ar mig að spyrja, hvernig myndi ykk­ur líða ef minn­ing móður ykk­ar, og fjöl­skyldu væri af­skræmd með þess­um hætti? Það kem­ur því ekk­ert við hvaða eft­ir­nafn fjöl­skyld­an ber eða hvaðan hún kem­ur. Jú, vissu­lega heiti ég Björns­son en það hef­ur lít­il áhrif haft á mitt líf nema að fólki finnst stund­um rugl­ings­legt að ég beri karl­manns­eft­ir­nafn. Ég gef skít í snobb og get með sanni sagt að fjöl­skylda okk­ar á ekki slíkt til, held­ur ein­kenn­ist hún af hóg­værð og húm­or. Er það nokkuð annað en meiðyrði sem á sér stað þegar maður er vænd­ur um að nauðga barn­ungri dótt­ur?

via Hvað gekk Hallgrími Helgasyni til? – mbl.is.