Hátíð í Edinborg – skýrsla : TMM

Árum saman hef ég vitað af leiklistarhátíðunum í Edinborg en aldrei farið enda mikið fyrirtæki. Í ár bar svo óstjórnlega vel í veiði að heimilisvinir fengu hús þar í borg í húsaskiptum á réttum tíma og buðu okkur gistingu sem annars er erfitt að fá í borginni á þeim tíma. Maður spurði sig náttúrlega hvers vegna Edinborgarbúar vildu flýja að heiman á þessum hátíðatíma en eiginlega vissum við svarið um það leyti sem við komum heim.

Því að það gengur ekkert venjulega mikið á þessar vikur í borginni. Íbúafjöldinn tvöfaldast og meðal gestanna eru fjöllistamenn af öllu tagi sem ekki láta sér nægja að sýna í þar til gerðum húsum heldur leika listir sínar á götum úti, hvar sem svolítið rými gefst. Á götunni sem er kölluð Royal Mile er hver hópurinn af öðrum að sýna sig og ekki verður þverfótað fyrir þúsundum ungmenna sem dreifa auglýsingablöðum til vegfarenda.

Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um Fringe via Hátíð í Edinborg – skýrsla : TMM.