Gagnrýni um gagnrýni – bergthoraga.blog.is

Umfjöllunin í upphafi þáttarins um nýjar bækur var ekki boðleg. Gagnrýnendurnir og þáttastjórnandi töluðu niður til höfundanna og ég sat eftir með tilfinninguna að þeim hefði leiðst lesturinn. Það hvarflaði jafnvel að mér að þeim leiddist oft að lesa bækur, því nú er orðinn til frasinn, að frásögnin þurfi að vera á þann hátt að lesandinn nenni að fletta. Þáttastjórnandi greip allt of oft inn í tal viðmælenda sinna, það var eins og allir væru í tímaþröng.

Þátturinn lyftist þó  allur þegar fjallað var um Þórarin Eldjárn.

via Gagnrýni um gagnrýni – bergthoraga.blog.is.