Forlagið sektað um 25 milljónir – DV

Taldi eftirlitið að Forlagið hefði brotið gegn þessum skilyrðum. Fólust brotin í því að Forlagið braut gegn banni við því að birta smásöluverð bóka og banni við því að veita bóksölum afslætti sem fælu í sér óeðlilega mismunun Forlagsins á milli þeirra. Skilyrðum þessum var meðal annars ætlað að tryggja að Forlagið myndi ekki raska samkeppni í endursölu á bókum. Samkeppniseftirlitið lagði 25 milljóna króna stjórnvaldssekt á Forlagið vegna þessara brota.

via Forlagið sektað um 25 milljónir – DV.