Bann á torrentsíðum | Lappari

Það var gerð athugun á þessum málum í Noregi sem sýndu að frá árinu 2008 til 2012 magn “pirated copies” lækkaði gífurlega. Tónlist fór t.d. úr 1.2 milljarði sóttra skráa niður í rúmlega 200 milljónir á þessum 4 árum, eða um rúmlega 82% lækkun, á meðan var um 50% minna sótt af bíómyndum og sjónvarpsþáttum.

Einhverjir hafa bent á að í Noregi hafi verið sýndar auglýsingar gegn “online piracy” og telja að það sé líka drifkraftur á bakvið þessar lækkandi tölur, en hafa ber í huga að þessar auglýsingar voru í gangi frá 1999 til 2008 á meðan “online piracy” var á mikilli uppleið. Það sem gerist í kringum 2008 er að löglegar mynd- og tónlistarveitur, á borð við Spotify, Pandora, Netflix og Hulu, standa neitendum til boða og verða vinsælar.

via Lappari | Bann á torrentsíðum.