Feður og sonur : TMM

Þetta er alveg þvottekta farsi sem gerist í rauntíma, það sjáum við á veggklukkunni, og keyrir áfram lygaflækjurnar sem Jón Borgar spinnur upp eins og besti spennusagnahöfundur. Hraðinn varð ótrúlegur, bæði í máli og hreyfingum (út og inn um fernar dyr og tvo glugga!) og þar reynir auðvitað fyrst og fremst á leikarana. Og þeir voru hver öðrum betri.

via Feður og sonur : TMM.