Byltingarþrá


Við lifum í byltingum fortíðar
maurildi sem skipsskrúfur þyrla
og sjást bara að næturlagi
þar til við sökkvum til botns

Við munum verða
jarðlag milli annarra jarðlaga
sum okkar steingervingar
einhver olía eða gas

Mun nokkur sýna okkur á safni
eða orna sér við bruna okkar
láta okkur lýsa sér leið um nótt
þegar tunglið er nýtt og dautt

Við erum blóm sem bíða þess
að plógur bylti moldinni
þar sem ræturnar liggja
því fræ þurfa nýja jörð

Úr væntanlegri ljóðabók, Jökulhvörf.