Kristín Eiríksdóttir (f. 1981) hefur verið Nýhilskáld, Bjartsskáld, Forlagsskáld, Þjóð- og Borgarleikhússkáld og alltaf fyrst og fremst sjálfssínskáld; ósambærileg rödd í íslenskri ljóðlist. Síðasta ljóðabók hennar (af fjórum hingað til) var meistaraverkið Kok (2014) sem var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Auk þess hefur hún gefið út eina skáldsögu, smásagnasafn og skrifað þrjú leikrit.
og svo
falla lög af pappír
og svo
sést í kjötið
og svo
brestur það svolítið
og svo
sogast allt út
og svo
finnst lík
um leið hverfur barn
og svo
verður nekt eðlileg
og svo
aftur óeðlileg
og svo
glóir teikningin af líkamanum
og svo
brennir teikningin af líkamanum sig inn í líkamann
og svo
brennir hún gegnum líkamann
þá
nær sinan frá höku niður á viðbein
einhverjir teikna brunaför
og sumir fara inn um brunaför
og þá
verða brunaför að teikningum
og svo
brenna teikningar
og svo
brenna líkamar fastir í teikningum
og svo
verður askan stökk svört og brotnar
þá þyrlast aska
og svo
kemur brum
og svo
blómstrar það
og svo
klifrar það
og svo
klifar það
Birtist fyrst í bókinni KOK