Myndlistarbíó: Painter eftir Paul McCarthy

Myndlist vikunnar er notaleg eins og jólin eiga að vera. Ég vona að þið hafið fengið konfekt í jólagjöf því það passar vel með myndinni Painter (1995) eftir myndlistarmanninn Paul McCarthy.

McCarthy fæst við ýmsa miðla í myndlist sinni og hefur verið tengdur við „Víenísku aktíónistana“ (e. Viennese actionism) en alfarið hafnað því með þeim rökum að hann hafi starfað við allt önnur skilyrði þar sem „aktíónistarnir“ hafi unnið list sína í Evrópu en hann í Bandaríkjunum.

Í Painter leitast McCarthy við að grafa undan goðsögninni um mikilfengleika listarinnar og listamannsins eða „the heroic male artist“ eins og listfræðingurinn Jennie Klein kom svo vel að orði (sjá link). 

 

Painter:

 

 

Klein, Jennie, Paul McCarthy: Rites of Masculinity, http://www.jstor.org/discover/3246503?sid=21104938673021&uid=2&uid=3738288&uid=4