Að mati Inga var Björgólfur Guðmundsson táknmynd hins glæsta og gjafmilda auðmanns á Íslandi á árunum fyrir hrun. Ingi fjallar í bókinni um það hvernig fjárstuðningur við listir geti hugsanlega haft áhrif á listamenn eins og tekið var dæmi um þegar Björgólfur Guðmundsson vildi ekki opna Klink og Bank. Einnig hafi komið fram misvísandi skilaboð um það hvort og hversu mikil áhrif Landsbankans voru á listamenn innan Klink og Bank. Í bókinni er fjallað um aðkomu og sjónarmið þeirra bræðra Snorra og Ásmundar Ásmundarsona í því máli. Allt mjög athyglisvert og ekki síst að lesa ritgerð Hildar Jörundsdóttur til BA prófs á hugvísindasviði HÍ árið 2011, sem ég „googlaði“. Þar er fjallað um pólitískt framboð listamannsins Snorra sem gjörning.
Þorkell Sigurlaugsson skrifar um Hamskiptin eftir Inga Frey Vilhjálmsson via Hamskiptin með augum blaðamanns – Landsbankinn.