Verðlaunaafhending Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF, fór fram í Iðnó þann 4. október 2014. Sigurvegarar eru eftirfarandi:
Gullni lundinn / uppgötvun ársins
Ég get hætt þegar ég vil / Smetto quando voglio/I Can Quit Whenever I Want
Leikstjóri: Sydney Sibilia
Ítalska kvikmyndin, Ég get hætt þegar ég vil hlýtur Gullna lundann í ár. Í umsögn dómnefndar segir að myndin sé einstaklega skemmtileg ítölsk kómedía sem undirstriki fjölbreytileika Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, sem rúmar bæði tilraunakenndar kvikmyndir sem og svo farsælar kvikmyndir sem eru til þess fallnar að falla í kramið hjá stórum hópi fólks. Myndin ber ekki þess merki að hún sé sú fyrsta sem Sydney Sibilia leikstýrir. Í henni er varpað athyglisverðu ljósi á stöðu menntamanna í Ítalíu en myndin segir sögu ólíklegra einstaklinga sem enda í heimi glæpa og gjálífs.
via RIFF verðlaun 2014 | Reykjavík International Film Festival.