Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.
Bandaríska skáldkonan Toni Morrison hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1993. Hér má sjá hana ræða merkingu þess að skrifa um kynþætti – hvað það þýði, hver geri það og svo framvegis – í spjallþætti Charlie Rose.